Áfram stelpur! - Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur með ADHD - Apríl

Skráning er hafin á fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna – Áfram stelpur – Apríl námskeið.

Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2,5 klukkukstundir í senn. 

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær! 

Markmið námskeiðs:

Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd.  Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu.

Námskeiðið verður í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Leiðbeinendur verða Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Elín H. Hinriksdóttir sérkennari.

Fyrir þær sem ekki komast á staðinn bendum við á námskeiðið ÁFRAM VEGINN sem er fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD sem haldið verður 11. og 18.  mars 2023.

Skipulag vor námskeið 2023:

APRÍL NÁMSKEIÐ:

Tími Vikudagur Dagsetning Tímasetning
1. tími Miðvikudagur 12. apríl  17:00 - 19:30
2. tími Miðvikudagur 19. apríl  17:00 - 19:30
3. tími Miðvikudagur 26. apríl  17:00 - 19:30
4. tími Miðvikudagur 3. maí  17:00 - 19:30

 

 NÁMSKEIÐSVERÐ:

39.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna: SKRÁNING HÉR
44.000 kr fyrir aðra: SKRÁNING HÉR

Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar 5.900 kr. ein og sér.

Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér.

Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is