Ég get! - Sjáfsstyrkingarnámskeið fyrir 14-16 ára unglinga með ADHD

Unglingar

 

Námskeiðið sem hefst 1. febrúar er fullbókað!

 

Skráningu á námskeiðið sem hefst 1. febrúar er lokið þar sem það er fullbókað. Ekki er búið að ákveða tímasetningu fyrir næsta námskeið, en  Þeir sem skrá sig og komast ekki á námskeiðið sem hefst 1. febrúarr hafa forgang á næsta námskeið og verða látnir vita þegar tímasetning þess verður ákveðin.

 

-----

 

SKRÁNING HÉR - Aðeins 12 pláss!

Ég get! er skemmtilegt og fræðandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 14-16 ára unglinga með ADHD (8.-10. Bekkur) sem hefst þann 1. febrúar 2021 og stendur til og með 29. mars nk. Námskeiðið samanstendur af fræðslu, umræðum og léttum verkefnum og hvatt er til virkrar þátttöku unglinganna.

Hægt er að greiða fyrir námskeiðið með frístundastyrkjum sveitarfélaga.

Almenn fræðsla um ADHD er mikilvægur þáttur í að unglingarnir öðlist skilning á sjálfum sér og þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra í daglegu lífi og sætti sig við greininguna.

Meiri áhersla er þó lögð á að efla sjálfsmynd unglinganna með því að draga fram þá styrkleika sem þeir búa yfir og benda þeim á leiðir til að nýta styrkleikana sína til að vinna með erfiðleikana.

Meðal þess sem fjallað er um er:

 • Almenn fræðsla um ADHD með öllum þess kostum og göllum
 • Fylgiraskanir ADHD
 • Sjálfsmyndin
 • Mikilvægi greiningarinnar og sátt
 • Tímastjórnun, skipulagning og markmiðasetning
 • Tilfinningastjórnun og félagsfærni
 • Áhættuhegðun og kynvitund
 • Lífsstíll og sýndarveruleikinn
 • Ábyrgð og stuðningur

Námskeiðið er 20 klukkustundir og tekur 10 vikur. Fyrsti og síðasti tíminn eru 1 klst, tímar tvö og níu eru 3 klst. og tímar þrjú til átta eru 2 klst. hver (sjá töflu hér að neðan).

Skipulag:

 Foreldrakynning mánudagur 1. febrúar kl. 20:00 - 21:00

 1. tími laugardagur 6. febrúar kl. 11:00 - 14:00
 2. tími miðvikudagur 10. febrúar kl. 17:00 - 19:00
 3. tími miðvikudagur 17. febrúar kl. 17:00 - 19:00
 4. tími miðvikudagur 24. febrúar kl. 17:00 - 19:00
 5. tími miðvikudagur 3. mars kl. 17:00 - 19:00
 6. tími miðvikudagur 10. mars kl. 17:00 - 19:00
 7. tími miðvikudagur 17. mars kl. 17:00 - 19.00
 8. tími laugardagur 27. mars kl. 11:00 - 14:00

Foreldrafundur mánudagur 29. mars kl. 20:00 - 21:00

Tveir umsjónarmenn stjórna námskeiðinu; Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir, þroskaþjálfi og ADHD markþjálfi, auk gestafyrirlesara.
Námskeiðið er haldið í sal ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Námskeiðsgjald er kr. 34.500,- en kr. 29.500,- fyrir félagsmenn ADHD samtakanna (ef einhver á heimilinu er í samtökunum). Hægt er að skrá sig í ADHD samtökin hér.

Námskeiðið er hægt að greiða að hluta eða í heild, með frístundastyrkjum eða sambærilegum styrkjum, ef þátttakendur búa í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ eða Mosfellsbæ.

SKRÁNING HÉR - Aðeins 12 pláss!

Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu í síma 581 1110 eða á netfangið adhd@adhd.is