Skólinn og ADHD

Fjögurra tíma fjarnámskeið, tvö skipti í tvo tíma, ætlað kennurum og öðru starfsfólki skóla sem vinna með börnum með ADHD. Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu skólasamfélagsins á ADHD röskuninni og þeim eiginleikum og áskorunum sem henni fylgja. Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu. Fjallað er um kvíða og depurð og hvernig hægt er að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Að auki er farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu og umönnun barna með ADHD og hvernig hægt er að auka getu þeirra í námi, samstarfi og leik. Fyrirlesarar eru Jóna Kristín Gunnarsdóttir, grunnskólakennari og Katrín Rut Þorgeirsdóttir, ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi. 

 

Dagsetning Vikudagur Tímasetning
27. ágúst  Laugardaginn Kl. 10:00 - 12:00
3. september  Laugardaginn Kl. 10:00 - 12:00

 

NÁMSKEIÐSVERÐ:

29.000,- fyrir félagsmenn ADHD samtakanna SKRÁNING HÉR

34.000,- fyrir aðra SKRÁNING HÉR

Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér.