
Spjallfundir ADHD Norðurland eru haldnir í Grófinni, Hafnarstræti 95, 4. hæð, fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
Fundirnir hefjast kl. 17:30 og þeim lýkur yfirleitt um kl. 19:00. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.
Skráðu þig strax á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér. Við bendum líka á umræðuhópinn ADHD Norðurland, þar sem hægt er að leita ráða og ræða allt sem tengist ADHD - hópurinn er hér.
Akureyri
Spjallfundir vor 2021
3. febrúar
Efni: ADHD og heimanám
Umsjón: Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari
23. mars
Efni: ADHD og samskipti foreldra og barna
Umsjón: Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur
20. apríl
Efni: ADHD og markþjálfun
Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og þroskaþjálfi
25. maí
Efni: ADHD og sumarfrí
Umsjón: Elín Hinriksdóttir, sérkennari og formaður ADHD samtakanna.
Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefn sem nálgast má hér.
Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt