Spjallfundir í Reykjavík

Reykjavík

Spjallfundir ADHD samtakanna eru á neðangreindum miðvikudögum kl. 20:30 - 22:00 í sal ADHD samtakanna, 4. hæð að Háaleitisbraut 13. Mörgum spjallfundum verður einnig streymt rafrænt þar sem skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna geta einnig fylgst með spjallfundunum í lokaðri Facebook grúppu hópsins - ADHD í beinni. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni. 

 

Dagskrá vorannar 2021 er eftirfarandi:

 • 20. janúar

Betra líf með ADHD

Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og þroskaþjálfi

 • 3. febrúar

ADHD og heimanám

Umsjón: Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari 

 • 17. febrúar

Heillandi hugmyndir eða óþolandi þörf fyrir að gera hlutina öðruvísi?
• Lyklar að skemmtilegu samstarfi

Umsjón: Aðalheiður Sigursveinsdóttir, framkvæmdastjóri

Styrkleikar fólks með víðhygli (ADHD) eru fjölbreyttir og margslungnir.  Í þessum fyrirlestri mun Aðalheiður ræða um birtingamynd þessara styrkleika og nokkra lykla sem geta nýst bæði starfsmönnum og stjórnendum svo hæfnisþættir og styrkleikar tengdir ADHD fái notið sín enn betur á vinnustaðnum.      Aðalheiður Sigursveinsdóttir hélt fyrirlesturinn „Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD“ á síðasta ári við góðar undirtektir. Aðalheiður er markþjálfi og stjórnunarráðgjafi með víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi.  Í fyrirlestrinum byggir hún á eigin reynslu og innsýn af því að vinna með fjölmörgum snillingum með ADHD.  Við mælum með þessum fyrirlestri, það er aldrei að vita nema að þú fáir góða hugmynd í kjölfarið.

 • 3. mars

Efni: ADHD og samskipti foreldra og barna

Umsjón: Sólveig Ásgrímsdóttir
 
Sólveig er sálfræðingur. Starfaði hún fyrst sem skólasálfræðingur og síðar sálfræðingur á BUGL og tók þátt í að byggja upp þjónustu við börn með ADHD þar. Tók síðar við starfi forstöðumanns og sálfræðings á Stuðlum en þangað komu margir unglingar með ADHD.
Sólveig hefur lengi sinnt fræðslu á vegum ADHD samtakanna og situr nú í stjórn þeirra. Hún skrifaði í samvinnu við Elínu Hoe Hinriksdóttur formann samtakanna bæklinginn "Unglingar með ADHD" og ritaði bókina "Ferðalag í flughálku"
 • 17. mars

Efni: ADHD og lyf

Umsjón: Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna.

Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. Á fundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta.

 • 7. apríl

Efni: ADHD og svefnvandi barna

Umsjón: Drífa Björk Guðmundsdóttir

 • 21. apríl

Efni: Hvað verður um ADHDið eftir 67 ára aldur?

Umsjón: Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur

 • 5. maí

Efni: Sigurvegarar með ADHD

Umsjón: Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari

 • 19. maí

Efni: ADHD og sumarfrí

Umsjón: Drífa Guðmundsdóttir, sálfræðingur

 • Verið velkomin á spjallfund ADHD samtakanna!
 • Skráðu þig á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér.
 • Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og tveggja metra reglunni á fundunum og því getur komið til þess að takmarka þurfi fjölda fundargesta. Þeir sem koma fyrst, ganga þá fyrir.  
 • Við vekjum einnig athygli á upptökum af fræðslufundum frá vorinu 2020 sem nálgast nálgast hér og hlaðvarpi ADHD samtakanna, Lífið með ADHD.
 • Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.