Spjallfundir í Reykjavík

Reykjavík

Spjallfundir ADHD samtakanna eru á neðangreindum miðvikudögum kl. 20:30 - 22:00 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

Skráðu þig á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér.

Næstu fundir í Reykjavík

20. nóvember

ADHD og lyf - Spjallfundur fyrir fullorðna með ADHD og nána aðstandendur þeirra.
Umsjón Vilhjálmur Hjálmarsson og Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir.

4. desember
Undirbúningur jóla og ADHD - Spjallfundur fyrir forráðamenn og aðstandendur barna og ungmenna með ADHD.
Umsjón Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur.

8. janúar 2020

Allir vinnustaðir þurfa fólk með ADHD - spjallfundur fyrir fullorðna með ADHD, stjórnendur og allt áhugafólk um ADHD.
Umsjón Aðalheiður Sigursveinsdóttir, ráðgjafi.

Allir eru velkomnir í kaffi og notalega stund á spjallfundum án endurgjalds.

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt