
Spjallfundir ADHD samtakanna eru á neðangreindum miðvikudögum kl. 20:30 - 22:00 í sal ADHD samtakanna, 4. hæð að Háaleitisbraut 13. Mörgum spjallfundum verður einnig streymt rafrænt þar sem skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna geta einnig fylgst með spjallfundunum í lokaðri Facebook grúppu hópsins - ADHD í beinni. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.
Dagskrá haustsins 2021 er eftirfarandi:
18. ágúst 2021
Efni: Hvað verður um ADHD´ið eftir 67 ára aldur?
Umsjón: Sólveig Ásgrímsdóttir
1 september 2021
Efni: ADHD og nám- Að læra heima án þess að gubba
Umsjón: Jóna Kristín Gunnarsdóttir
6. október 2021
Efni: ADHD og framhaldsskólinn
Umsjón: Bóas Valdórsson
20. október 2021
Efni: ADHD og lyf – er það eitthvað fyrir mig?
Umsjón: Vilhjálmar Hjálmarsson og Elín Hrefna Garðarsdóttir
3. nóvember 2021
Efni: Samskipti foreldra og barna – réttast væri að flengja ræfilinn
Umsjón: Sólveig Ásgrímsdóttir
17. nóvember 2021 - frestast fram yfir áramót
Efni: Notkun á rafrænum verkfærum til að auðvelda lestur og skrift
Nauðsynlegt að mæta á staðinn og fá kennslu.
Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Umsjón: Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri félags lesblindra
1. desember 2021
Efni: Undirbúningur jólanna – hvenær má ég opna pakkana?
Umsjón: Drífa Guðmundsdóttir
Fundunum verður einnig streymt beint í lokaðann hóp skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna ADHD í beinni:
https://www.facebook.com/groups/613013522504922
Verið velkomin á spjallfund ADHD samtakanna!
- Skráðu þig á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér.
- Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og tveggja metra reglunni á fundunum og því getur komið til þess að takmarka þurfi fjölda fundargesta. Þeir sem koma fyrst, ganga þá fyrir.
- Við vekjum einnig athygli á upptökum af fræðslufundum frá vorinu 2020 sem nálgast nálgast hér og hlaðvarpi ADHD samtakanna, Lífið með ADHD.
- Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.