Spjallfundir í Reykjavík

Reykjavík

Spjallfundir ADHD samtakanna eru á neðangreindum miðvikudögum kl. 20:30 - 22:00 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

Skráðu þig á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér.

Næstu fundir í Reykjavík

 

8. janúar 2020 - Styrkleikar starfsmanna og stjórnenda með ADHD.

„Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD“ – manstu ekki eftir að hafa séð þessa setningu í atvinnuauglýsingu? 
Á fundinum mun Aðalheiður Sigursveinsdóttir ræða styrkleikleika starfsmanna og stjórnenda með ADHD, hvað felst í þessum eiginleikum og hvernig þeir vinna með okkur.  Við eigum von á kraftmiklum umræðum og innblæstri.
Aðalheiður Sigursveinsdóttir er ráðgjafi og stjórnendamarkþjálfi og stoltur meðlimur ADHD samfélagsins.  Aðalheiður hefur mikla starfsreynslu sem stjórnandi og ráðgjafi og hefur því góða innsýn í íslenskt atvinnulíf. Frekari upplýsingar um Aðalheiði er að finna á www.breyting.is

29. janúar 2020 - Lyf og ADHD hjá börnum.

Á fundinum fara Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna og Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og stjórnarkona í ADHD samtökunum, yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Hvaða lyf eru í boði? Hvernig vika þau? Hvað um aukaverkanir, svefn, akstur, fíkn... og allt hitt sem þú vildir vita um ADHD lyf en þorðir ekki að spyrja..

5. febrúar 2020 - Hvar er draumurinn - ADHD og svefn.

Börn með ADHD upplifa mjög oft erfiðleika með svefn. Ástæðurnar geta verið margskonar og úrræðin sömuleiðis og er reynsla fólks afar mismunandi og einstaklingsbundin. Lyf hafa einnig mismunandi áhrif á einstaklinga hvað þetta varðar. Margar leiðir er þó hægt að fara og verða þær helstu kynntar og ræddar á fundinum. Umsjón hefur Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

19. febrúar - ADHD fjölskyldan - hver heldur utan um hvern og hvernig?

Að vera með ADHD og eiga börn með ADHD sem þurfa ramma og skipulag getur reynst erfitt. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum, fer yfir þær aðferðir sem hún hefur notað og nýst hafa bæði fyrir hana og börnin hennar hvað varðar skóla, vinnu og heimilið.

Allir eru velkomnir í kaffi og notalega stund á spjallfundum án endurgjalds.

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt