
Spjallfundir ADHD samtakanna eru á neðangreindum miðvikudögum kl. 20:30 - 22:00 í sal ADHD samtakanna, 4. hæð að Háaleitisbraut 13. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni. Skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna geta einnig fylgst með spjallfundunum í lokaðri Facebook grúppu hópsins - ADHD í beinni.
Dagskrá vorannar 2021 er eftirfarandi:
20. janúar
Betra líf með ADHD
Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og þroskaþjálfi
3. febrúar
ADHD og heimanám
Umsjón: Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari
17. febrúar
Atvinna og ADHD
Umsjón: Aðalheiður Sigursveinsdóttir, framkvæmdastjóri
3. mars
Samskipti foreldra og barna
Umsjón: Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur
17. mars
ADHD og lyf
Umsjón: Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna og Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir
7. apríl
ADHD og skömm
Umsjón: Anna Rós Jensdóttir, félagsráðgjafi og sáttamiðlari
21. apríl
ADHD og eldra fólk
Umsjón: Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur
5. maí
ADHD og sumarfrí
Umsjón: Drífa Guðmundsdóttir, sálfræðingur
19. maí
Sigurvegarar með ADHD
Umsjón: Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari
Verið velkomin á spjallfund ADHD samtakanna!
Skráðu þig á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér.
Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og tveggja metra reglunni á fundunum og því getur komið til þess að takmarka þurfi fjölda fundargesta. Þeir sem koma fyrst, ganga þá fyrir.
Við vekjum einnig athygli á upptökum af fræðslufundum frá vorinu 2020 sem nálgast nálgast hér og hlaðvarpi ADHD samtakanna, Lífið með ADHD.
Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.