Spjallfundir í Reykjavík

Reykjavík

Spjallfundir ADHD samtakanna eru á neðangreindum miðvikudögum kl. 20:30 - 22:00 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

Skráðu þig á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér.

Vegna Kórónuveirufaraldursins verða spjallfundir ekki haldnir fyrr en í haust, en í staðinn standa ADHD samtökin fyrir vikulegum opnum fræðslufundum á Facebook. Dagskrá fræðslufundanna og upptökur af fundunum má nálgast hér.

Næstu fundir í Reykjavík verða í haust - dagskrá auglýst siðar.

Fellur niður vegna Kórónuveirunnar - 18. mars - Elliglöp og önnur óværa - um eldra fólk og ADHD 

Öll þekkjum við þegar eldra fólk er sagt vera með elliglöp, sé farið að kalka eða ekki með sjálfu sér... En hvað með ADHD, einhverfu eða aðrar raskanir...? Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna mun á fundinum fjalla um rannsóknir sínar á ADHD meðal eldra fólks, en Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ.

Fellur niður vegna Kórónuveirunnar - 1. apríl - ADHD og undirbúningur prófa.

Prófatörn er framundan hjá mörgum og mikilvægt að vel takist til. Lykillinn að góðum árangri gott skipulag og öguð vinnubrögð strax frá fyrsta degi, ekki síst hjá þeim sem þurfa að taka námið fastari tökum en ella. Á fundinum mun Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum fara yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tímabils, benda á hagnýt ráð sem virka og leiða umræður.

Fellur niður vegna Kórónuveirunnar - 22. apríl - ADHD og kulnun.

Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum ræðir kulnun í víðu samhengi, s.s. í starfi, einkalífi og í námi. Hún fjallar um efnið út frá eigin reynslu og er saga hennar í bók Sirrýar Arnardóttur, Þegar kona brotnar og leiðin út í lífið á ný. Forvarnir og leiðir til að vinna með streitu verða líka í brennidepli.

Fellur niður vegna Kórónuveirunnar - 6. maí - Réttast væri að flengja ræfilinn... um samskipti foreldra og barna með adhd.

Þó uppeldisleg heilræði Guttavísna séu sem betur fer flest farin í glatkistu minninganna má fullyrða að börn með ADHD lendi oftar en önnur börn í erfiðum samskiptum við nánustu aðstandendur og umhverfi sitt almennt - ekki síst vegna hvatvísinnar og vandkvæða við að uppfylla hefðbundnar kröfur um aga og einbeitingu. Skilningur á ADHD góð mskipti byggð á eirri þekkingu geta verið lykillinn uppbyggjandi uppeldi og heilbrigðu fjölskyldulífi. Á undinum mun Sóveig Ágrímsdóttir sálfræðingur fjalla um jákvæð samskipti foreldra og barna og áhrif mismunandi uppeldisaðferða eða uppeldisstíla á sjálfsmynd barna og þroska. Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ.

Fellur niður vegna Kórónuveirunnar - 20. maí - Sigurvegarar með ADHD.

Spjallfundur um uppbyggjandi leiðir fyrir fólk með ADHD, sem vill ná árangri í námi, starfi og lífinu sjálfu. Umsjón með fundinum hefur Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og stjónarkona í ADHD samtökunum.

Fellur niður vegna Kórónuveirunnar - 3. júní - ADHD og sumarfrí.

Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól sumar og taumlaus gleði... eða hvað? Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa. Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streytu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Á fundinum mun Dr. Drífa Björk Guðmundsóttir, sálfræðingur og stjórnarkona í ADHD samtökunum fer yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, benda á hagnýt ráð til lausnar og leiða umræður.

Allir eru velkomnir í kaffi og notalega stund á spjallfundum án endurgjalds.

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt