Spjallfundir í Reykjavík

Reykjavík

Spjallfundir ADHD samtakanna eru á neðangreindum miðvikudögum kl. 20:30 - 22:00 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni. Skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna geta einnig fylgst með spjallfundunum í lokaðri Facebook grúppu hópsins - ADHD í beinni.

Skráðu þig á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér.

Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og tveggja metra reglunni á fundunum og því getur komið til þess að takmarka þurfi fjölda fundargesta. Þeir sem koma fyrst, ganga þá fyrir.  

Við vekjum einnig athygli á upptökum af fræðslufundum frá vorinu 2020 sem nálgast nálgast hér og hlaðvarpi ADHD samtakanna, Lífið með ADHD.

Næstu fundir í Reykjavík verða þessir:

 

4. nóvember - Lyf og ADHD.

Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. Á fundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Umsjón með fundinum hefur Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna og Elin Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og gjaldkeri ADHD samtakanna. Skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna geta einnig fylgst með fundinum í lokaðri Facebook grúppu hópsins - ADHD í beinni.

18. nóvember - Elliglöp og önnur óværa - um eldra fólk og ADHD 

Öll þekkjum við þegar eldra fólk er sagt vera með elliglöp, sé farið að kalka eða ekki með sjálfu sér... En hvað með ADHD, einhverfu eða aðrar raskanir...? Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna mun á fundinum fjalla um rannsóknir sínar á ADHD meðal eldra fólks, en Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ. Skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna geta einnig fylgst með fundinum í lokaðri Facebook grúppu hópsins - ADHD í beinni.

9. desember - ADHD og Jólin.

Á fundinum verður fjallað um undirbúning jóla og ADHD. Dr Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur fjallar um, hvernig ýmislegt í jólaundirbúningnum, spenningnum sem fylgir jólunum og breyttri rútínu fjölskyldunnar í jólafríinu, getur valdið streitu og erfiðleikum hjá börnum og fólki með ADHD og gefur góð ráð um hvernig hægt er að bregðast við. Jólin eru enda og eiga að vera, hátíð gleðinnar hjá fólki með ADHD ekki síður en öðrum. Skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna geta einnig fylgst með fundinum í lokaðri Facebook grúppu hópsins - ADHD í beinni.

Allir eru velkomnir í kaffi og notalega stund á spjallfundum án endurgjalds.

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt