Rafrænn spjallfundur ADHD og jólin 9. desember

ADHD Eyjar

Spjallfundir ADHD Eyjar eru haldnir í sal Hamarsskólans, gengið er inn vestanmegin. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.

Fundirnir hefjast kl. 17:30 og þeim lýkur yfirleitt um kl. 19:30. Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

Skráðu þig strax á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér. Við bendum líka á umræðuhópinn ADHD Eyjar, þar sem hægt er að leita ráða og ræða allt sem tengist ADHD - hópurinn er hér.

 

Næstu spjallfundur fer fram rafrænt frá Reykjavík 

 

ADHD og jólin – rafrænn spjallfundur

 

Seinasti ADHD spjallfundur ársins hjá samtökunum fer í loftið þann 9. desember nk. kl. 20:30. Þá verður fjallað um undirbúning jóla og ADHD. Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur, fjallar um hvernig ýmislegt í jólaundirbúningnum, þeim spenningi sem fylgir jólunum og breyttri rútínu fjölskyldunnar í jólafríinu, getur valdið streitu og erfiðleikum hjá börnum og fullorðnu fólki með ADHD og gefur hún góð ráð um hvernig hægt er að bregðast við. Jólin eru enda hátíð gleði og eiga að vera það hjá fólki með ADHD einnig ekki síður en öðrum. Skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna geta fylgst með fundinum í lokaðri Facebook grúppu hópsins - ADHD í beinni.

 

Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefn sem nálgast má hér.

 

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.

 

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Næstu fundir í Vestmannaeyjum verða sem hér segir:

Nánar auglýst síðar vegna Covid.

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt