Spjallfundir í Vestmannaeyjum.

ADHD Eyjar

Spjallfundir ADHD Eyjar eru haldnir í fundarsal á Flugvelli Vestmannaeyja, gengið inn um vestur inngang. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.

Fundirnir hefjast kl. 17:30 og þeim lýkur yfirleitt um kl. 19:30. Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

Skráðu þig strax á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér. Við bendum líka á umræðuhópinn ADHD Eyjar, þar sem hægt er að leita ráða og ræða allt sem tengist ADHD - hópurinn er hér.

ADHD Eyjar - Spjallfundir vor 2021

25. febrúar

Sigurlaug Vilbergsdóttir, þroskaþjálfi og einhverfuráðgjafi

ADHD og daglegar áskoranir

„Að vera sunnan við sig“ Hegðun og líðan einstaklings hefur áhrif allt daglegt líf. Álag getur birst við ýmsar aðstæður og við misjöfn tilefni. Aðlögunarfærni og þrautseigja hafa mikil áhrif á getu til að takast á við misjöfn verkefni í lífinu. Skipulag og fyrirsjáanleiki tryggja best það öryggi sem einstaklingur þarf til að ná árangri við dagleg verkefni. Einnig þarf hver og einn að nýta styrkleika sína og áhugasvið til að tapa aldrei gleðinni.

18. mars
Ragnheiður Sæmundsdóttir, sálfræðingur 

ADHD og sjálfsmynd

15. apríl

Efni kynnt síðar

20. maí
Efni kynnt síðar

 Skuldlausir félagsmenn ADHD samtakanna geta fylgst með fundinum í lokaðri Facebook grúppu hópsins - ADHD í beinni.

Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefn sem nálgast má hér.

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:

https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt