Markmið námskeiðsins Áfram stelpur
Megintilgangur námskeiðsins Áfram stelpur er að konur fræðist frá grunni um hvernig ADHD birtist hjá konum ásamt algengum fylgiröskunum.
Við munum skoða m.a:
- Birtingarmyndir ADHD.
- Tilgang greiningar og sátt við greiningu.
- Taugaþroskaröskunin ADHD? Er stýrifærni heilans um að kenna?
- Hvað drífur mig áfram? Hvernig kemst ég í framkvæmd? Verkfæri og leiðir í námi, starfi og daglegu lífi.
- Hverjir eru styrleikar mínir og þekki ég gildin mín?
- Er örmögnun eða kulnun algengari hjá konum með ADHD?
- Hvernig get ég sem ADHD kona unnið með streitu- og orkustjórnun í eigin lífi?
- Hvernig næ ég jafnvægi, sátt og aukinni gleði í eigin lífi?
- Hvernig hafa hormónar kvenna áhrif á lífsgæði ADHD kvenna?
Skoðum tilfinningastjórnun ADHD kvenna ásamt leiðum til að setja mörk í leik og starfi ásamt leiðum til að vinna með aukna samkennd og leyfa sér að vera.
Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu.
Námskeiðið verður í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Leiðbeinandi er Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og þroskaþjálfi.
Fyrir þær sem ekki komast á staðinn bendum við á námskeiðið ÁFRAM VEGINN sem er fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD sem haldið verður 18.-25. nóvember 2023.
Skipulag haustnámskeiðs 2023:
Tími |
Vikudagur |
Dagsetning |
Tímasetning |
1. tími |
Mánudagur |
28. ágúst |
17:00 - 20:00 |
2. tími |
Mánudagur |
4. september |
17:00 - 20:00 |
3. tími |
Mánudagur |
11. september |
17:00 - 20:00 |
NÁMSKEIÐSVERÐ:
39.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna: SKRÁNING HÉR
44.000 kr fyrir aðra: SKRÁNING HÉR
Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar 5.900 kr. ein og sér.
Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér.
Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is