Áfram stelpur II - Lífsgæðasetrið í St. Jósefsspítala UPPSELT!!

Skráning er hafin á fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna – Áfram stelpur í Lífsgæðasetrinu á St. Jósefsspítala í september

Námskeiðið stendur í 9 klukkustundir - þrjú skipti, 3 klukkukstundir í senn. 

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær! 

Markmið námskeiðsins Áfram stelpur

Megintilgangur námskeiðsins Áfram stelpur er að konur fræðist frá grunni um hvernig ADHD birtist hjá konum ásamt algengum fylgiröskunum.

Við munum skoða m.a:

Birtingarmyndir ADHD.

  • Tilgang greiningar og sátt við greiningu.
  • Taugaþroskaröskunin ADHD? Er stýrifærni heilans um að kenna?
  • Hvað drífur mig áfram? Hvernig kemst ég í framkvæmd? Verkfæri og leiðir í námi, starfi og daglegu lífi.
  • Hverjir eru styrleikar mínir og þekki ég gildin mín?
  • Er örmögnun eða kulnun algengari hjá konum með ADHD?
  • Hvernig get ég sem ADHD kona unnið með streitu- og orkustjórnun í eigin lífi?
  • Hvernig næ ég jafnvægi, sátt og aukinni gleði í eigin lífi?
  • Hvernig hafa hormónar kvenna áhrif á lífsgæði ADHD kvenna?
  • Skoðum tilfinningastjórnun ADHD kvenna ásamt leiðum til að setja mörk í leik og starfi.
  • Leiðir til að vinna með aukna samkennd og leyfa sér að vera.

Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu.

Námskeiðið er kennt í Lífsgæðasetrinu St. Jósefsspítala. Leiðbeinandi er Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og þroskaþjálfi.

Fyrir þær sem ekki komast á staðinn bendum við á námskeiðið ÁFRAM VEGINN sem er fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD sem haldið verður 18.-25. nóvember 2023 

 

Skipulag námskeiðs 2023:

Tími Vikudagur Dagsetning Tímasetning
1. tími Fimmtudagur 28. september  10:00 - 13:00
2. tími Fimmtudagur 5. október  10:00 - 13:00
3. tími Fimmtudagur 12. október  10:00 - 13:00

 

 NÁMSKEIÐSVERÐ:

39.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna: SKRÁNING HÉR
44.000 kr fyrir aðra: SKRÁNING HÉR

Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar 5.900 kr. ein og sér.

Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér.

Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is