Rafíþróttir - stelpur og strákar - júní 2023

ADHD samtökin og Rafíþróttadeild FH standa fyrir stuttu námskeiði í Rafíþróttum fyrir 10-13 ára börn (stelpur og strákar)  með ADHD. Æfingatímabilið er frá 12. júní - 22. júní, átta skipti alls. Æfingar fara fram fjórum sinnum í viku og eru æfingarnar í 90 mínútur í senn. Æfingar eru frá kl. 17:30 - 19:00. Á æfingum hjá Rafíþróttadeild FH er lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild. Iðkendur hita upp og stunda líkamlegar hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið. FH sér fyrir öllum æfingatækjum, leikjum og aðgöngum en þátttakendum er velkomið að spila aðra leiki eða skrá sig inn á sína aðganga. Hámark eru 10 í hverjum æfingahóp. Námskeiðin fara fram í rafíþrótta aðstöðu FH, Reykjavíkurvegur 50 í húsnæði Núskólans. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem hann hefur verið skráð á æfingar fyrir. 

Rétt er að taka fram að allir rafíþróttaþjálfarar FH fara í gegnum ADHD fræðslu hjá samtökunum í þeim tilgangi að mæta betur þörfum þátttakenda.

Dagskrá

Tímar Vikudagur Dagsetning Tímasetning
1. tími Mánudagur 12. júní  17:30 - 19:00
2. tími Þriðjudagur 13. júní  17:30 - 19:00
3. tími Miðvikudagur 14. júní  17:30 - 19:00
4. tími Fimmtudagur 15. júní  17:30 - 19:00
5. tími Mánudagur 19. júní  17:30 - 19:00
6. tími Þriðjudagur 20. júní  17:30 - 19:00
7. tími Miðvikudagur 21. júní  17:30 - 19:00
8. tími FImmtudagur 22. júní  17:30 - 19:00

 

Verð námskeiðs

9.900,-  Fyrir börn félagsfólks ADHD samtakanna
14.900,- Fyrir börn annarra

Skráning hér

Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd

Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is