Ađdróttunum um ofgreiningar og ofnotkun lyfja vegna ADHD hafnađ

Ađdróttunum um ofgreiningar og ofnotkun lyfja vegna ADHD hafnađ Stjórn ADHD samtakanna átelur síendurtekinn villandi málflutning starfsmanna Embćttis

Ađdróttunum um ofgreiningar og ofnotkun lyfja vegna ADHD hafnađ

Ályktun stjórnar ADHD samtakanna
Ályktun stjórnar ADHD samtakanna

Stjórn ADHD samtakanna átelur síendurtekinn villandi málflutning starfsmanna Embćttis landlćknis, um meintar ofgreiningar á ADHD og óeđlilega notkun lyfja vegna ADHD á Íslandi. Málflutningur starfsmanna embćttisins byggir ekki á vísindalegum forsendum eđa er í besta falli mistúlkun á fyrirliggjandi gögnum.  Jafnframt felur ţetta í sér alvarlega ađdróttun um ađ íslenskir geđlćknar og sálfrćđingar hafi um árabil stundađ kerfisbundiđ fúsk viđ greiningar á ADHD og lćknisfrćđilegar ráđleggingar ţeim tengdum. Ef mikill munur er milli greiningar og međferđar ADHD hér á landi og annarra Norđurlanda er ţađ vert rannsóknarverkefni sem skođa ţarf međ faglega réttum ađferđum en ekki afgreiđa međ órökstuddum tilgátum.

Stjórn ADHD samtakanna bendir á, ađ greiningar á ADHD og úrrćđi ţeim tengd, byggja á klínískum leiđbeiningum Embćttis landlćknis og embćttisins ađ tryggja ađ eftir ţeim sé fariđ. Ekkert í starfsemi embćttisins á liđnum árum hefur gefiđ tilefni til ađ ćtla ađ hér sé pottur brotinn međ svo alvarlegum hćtti eins og nú er gefiđ í skyn. Ţvert á móti  bendir flest til ađ hér á landi glími ţúsundir einstaklinga viđ ómeđhöndluđ einkenni ADHD og annarra taugaţroskaraskana, vegna vangreininga (jafnt fullorđnir sem börn) enda lengjast biđlistar stöđugt og getur biđtími eftir greiningum veriđ vel yfir 2 ár.

Ađ gefnu tilefni skal Embćtti landlćknis jafnframt bent á ađ tölur um fjölda greininga og notkun ADHD lyfja hér á landi ţurfi ađ skođa í mun víđara samhengi en gert hefur veriđ. Ţau vinnubrögđ sem starfsmenn embćttisins hafa hingađ til beitt, ţrátt fyrir ítrekađar ábendingar, jađra viđ vítavert gáleysi af ţeirra hálfu og hvorki stofnuninni sćmandi né landlćkni sjálfum.

Ţess er krafist ađ Embćtti landlćknis dragi til baka dylgjur starfsmanna embćttisins um meintar ofgreiningar fagfólks og ofnotkun lyfja vegna ADHD, enda slíkur málflutningur til ţess eins fallinn ađ ala á fordómum í garđ einstaklinga međ ADHD og ţeirra fáu úrrćđa sem ađgengileg eru og best hafa nýst hér á landi.

Stjórn ADHD samtakanna


Athugasemdir

Svćđi

 • Til

   stuđnings börnum

   

   og

   fullorđnum

   međ athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir