Ávísun og afgreiđsla ADHD lyfja - Breytingar taka gildi 3. apríl 2018

Ávísun og afgreiđsla ADHD lyfja - Breytingar taka gildi 3. apríl 2018 Ný reglugerđ um ávísun eftirritunarskyldra lyfja, ţar međ taliđ ADHD lyfja, tekur

Ávísun og afgreiđsla ADHD lyfja - Breytingar taka gildi 3. apríl 2018

Ný reglugerđ um ávísun eftirritunarskyldra lyfja, ţar međ taliđ ADHD lyfja, tekur gildi 3. apríl 2018. Samkvćmt reglugerđinni verđur heimilt ađ ávísa allt ađ 12 mánađa magni lyfja í hvert sinn en ađ hámarki má afgreiđa til sjúklings allt ađ 30 daga skammt í senn, nema ađrar takmarkanir gildi. Óheimilt er ađ ávísa ADHD lyfjum [metýlfenídat] nema fyrir liggi lyfjaskírteini fyrir viđkomandi sjúkling frá Sjúkratryggingum Íslands.

Lyfjastofnun hefur um nokkurt skeiđ haft til athugunar ađ takmarka frekar heimildir til ađ ávísa ákveđnum eftirritunarskyldum lyfjum, ţar međ taliđ ADHD lyfjum. Tillögur Lyfjastofnunar varđandi framkvćmd frekari takamarkana í ţessa átt voru kynntar á vef stofnunarinnar 15. september 2017 og umsagna óskađ. Töluvert af umsögnum barst og voru haldnir fundir međ umsagnarađilum.

Samkvćmt nýrri reglugerđ heilbrigđisráđherra um lyfjaávísanir og afgreiđslu lyfja, sem tekur gildi 3. apríl 2018, verđur heimilt

 • ađ ávísa allt ađ 12 mánađa magni hverju sinni
 • ađ afgreiđa til sjúklings í lyfjabúđ allt ađ 30 daga skammt í senn, nema ţegar ađrar takmarkanir gilda

Nýja reglugerđin hefur áhrif á fyrirćtlanir Lyfjastofnunar. Stofnunin fyrirhugar m.a. ekki ađ takmarka ávísun metýlfenidat-lyfja viđ tilgreindar sérfrćđigreinar innan lćknisfrćđinnar. Ţá hyggst stofnunin ekki heldur takmarka ávísađ magn viđ tilgreindan fjölda taflna/hylkja. Ţess í stađ verđi heimilt ađ afgreiđa sem nemur 30 daga skammti hverju sinni, miđađ viđ notkunarfyrirmćli lćknis, frá ţeim tíma er nýja reglugerđin tekur gildi.

Nýju reglugerđinni er ćtlađ ađ sporna viđ misnotkun ávanabindandi lyfja. Ţar er einkum kveđiđ á um örvandi lyf, svo sem amfetamín og metýlfenídat. Sjúklingur sem ţessum lyfjum er ávísađ á skal eins og áđur segir, hafa lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands.  Enn fremur skal meginreglan vera sú ađ lyfi sé ávísađ rafrćnt, pappírslyfseđlar verđi víkjandi. Ţá er ekki heimilt ađ ávísa ávana- og fíknilyfi ef í lyfjaávísanagátt er gild ávísun fyrir sama sjúkling á sama lyf međ sama styrkleika.

 

Frétt á vef Lyfjastofnunar 31.01.2018

Listi yfir ávana- og fíknilyf

Reglugerđ heilbrigđisráđherra um lyfjaávísanir og afhendinu lyfja

Senda póst til ADHD samtakanna
Athugasemdir

Svćđi

 • Til

   stuđnings börnum

   

   og

   fullorđnum

   međ athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir