Ferđalag í flughálku - Ný bók Sólveigar Ásgrímsdóttur komin út

Ferđalag í flughálku - Ný bók Sólveigar Ásgrímsdóttur komin út ADHD samtökin gáfu í dag út bókina „Ferđalag í flughálku – Unglingar og ADHD“ eftir

Ferđalag í flughálku - Ný bók Sólveigar Ásgrímsdóttur komin út

Ţorsteinn Eyţórsson og Sólveig Ásgrímsdóttir
Ţorsteinn Eyţórsson og Sólveig Ásgrímsdóttir

ADHD samtökin gáfu í dag út bókina „Ferđalag í flughálku – Unglingar og ADHD“ eftir Sólveigu Ásgrímsdóttur, sálfrćđing og fyrrverandi forstöđumann á Stuđlum. Höfundur tileinkar bókina starfsfólki og skjólstćđingum Međferđarstöđvar ríkisins ađ Stuđlum. Efnt var til útgáfuhófs í verslun Pennans viđ Austurstrćti ţar sem Ţorsteini Eyţórssyni var afhent fyrsta eintak bókarinnar.

Sólveigu Ásgrímsdóttur, höfundi bókarinnar ţótti skorta bók um ADHD og unglinga. Nafniđ vísar til ţess ađ unglingur međ ADHD ţarf ađ feta hálar brautir unglingsáranna og komast heill í höfn. Tilgangur bókarinnar er ađ reyna ađ svara ađ einhverju leyti algengum spurningum um ADHD. Hún er skrifuđ fyrir foreldra, kennara og ekki síst fyrir unglingana sjálfa. Fjallađ er um ADHD og áhrif röskunarinnar á líf unglingsins, fjölskyldu hans og nám. Ţá er lögđ áhersla á samskipti unglings viđ foreldra, kennara og ađra fullorđna. Fjallađ er um sjálfsmynd unglinga, hegđunarvanda og ţau vandamál sem oft fylgja unglingum međ ADHD heima og í skóla. Loks er bent á leiđir til ađ draga úr neikvćđum áhrifum ADHD á unglinga, fjölskyldur ţeirra og skólagöngu.

Ástćđa ţess ađ bók ţessi var rituđ er ađ höfundi ţótti skorta bók um ADHD og unglinga. Reynt var ađ gera bókina ţannig úr garđi ađ hún höfđađi fremur til almennings en til frćđimanna. Ţví er frćđilegum tilvitnunum stillt í hóf sem og skilgreiningum umfram ţađ sem ekki varđ
undan vikist. Ţví er hér lögđ áhersla á hvernig hćgt sé ađ mćta unglingum međ ADHD heima og í skóla.

Unglingar međ ADHD, foreldrar ţeirra og kennarar standa oft frammi fyrir miklum og alvarlegum vanda, og ţví ţarf ađ leggja áherslu á ađ ţćr leiđir og ađferđir, sem kynntar eru í bókinni eru hvorki auđveldar né fljótfarnar. Ţćr hafa ţó sýnt sig koma ađ gagni og veriđ stađfestar í rannsóknum.

     
     

 

Segja má ađ Ţorstein Eyţórsson eđa „Steini“ hafi tryggt fjárhagslegan grundvöll bókarinnar. Hann hjólađi hringinn kringum landiđ, safnađi áheitum og fćrđi ADHD samtökunum ađ gjöf. Ţađ var ţvi vel viđ hćfi ađ Steini tćki viđ fyrsta eintaki bókarinnar í dag.

Bókin verđur fáanleg á skrifstofu ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík og á vef samtakanna, www.adhd.is Ţá verđur hún til sölu í öllum verslunum Pennans Eymundsson.

 KAUPA BÓK

Senda póst til ADHD samtakanna
Athugasemdir

Svćđi

 • Til

   stuđnings börnum

   

   og

   fullorđnum

   međ athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir