Stjórn ÖBÍ lýsir vonbrigđum međ fjárlagafrumvarpiđ

Stjórn ÖBÍ lýsir vonbrigđum međ fjárlagafrumvarpiđ Stjórn Öryrkjabandalags Íslands, á neyđarfundi sínum 18. desember 2017, lýsir gríđarlegum vonbrigđum

Stjórn ÖBÍ lýsir vonbrigđum međ fjárlagafrumvarpiđ

Mynd: ÖBÍ
Mynd: ÖBÍ

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands, á neyđarfundi sínum 18. desember 2017, lýsir gríđarlegum vonbrigđum međ fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Skorađ er á ţingheim ađ standa viđ gefin loforđ međ ţví ađ gera strax mannsćmandi breytingar á framlögđu fjárlagafrumvarpi og leiđrétta kjör örorkulífeyrisţega:

- Hćkka ţarf óskertan lífeyri almannatrygginga verulega.

- Afnema verđur „krónu-á-móti-krónu“ skerđingu sérstakrar framfćrsluuppbótar.

Greinargerđ
Kjör meginţorra lífeyrisţega hafa rýrnađ á síđustu árum. Ţrátt fyrir loforđ hefur kjaragliđnun fyrri ára ekki veriđ leiđrétt. Ţvert á móti hefur hún aukist. Frá 2013 hefur óskertur lífeyrir almannatrygginga hćkkađ mun minna en hćkkun lágmarks- og međallauna.

Frá árinu 2010 hefur kaupmáttur launa aukist stöđugt ár frá ári. Hjá örorkulífeyris-ţegum hefur ţróunin veriđ međ allt öđrum hćtti. Kaupmáttur heildartekna ţeirra rýrnađi flest árin og hefur lítiđ breyst síđustu tvö ár. Ţá hefur byrđi vegna húsnćđiskostnađar, sem var mjög íţyngjandi fyrir, aukist enn meira međ gríđarlegum hćkkunum.

Fyrir alţingiskosningar 2016 og 2017 voru loforđ gefin um ađ bćta kjör örorkulífeyrisţega. Ekkert hefur bólađ á efndum.

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir áriđ 2018 er ćtlunin ađ hćkka greiđslur til lífeyrisţega um 4,7%. Í krónutölum myndi ţađ ţýđa ađ óskertur lífeyrir almannatrygginga myndi fara úr tćpum 228 ţús. kr. í rúmar 238 ţús. kr. Eftir skatt yrđi hćkkunin í kringum 6.700 kr. á mánuđi. Ţessi uppfćrsla myndi sáralitlu breyta fyrir fólk međ lágar tekjur, sem mun áfram ţurfa ađ velta hverri krónu fyrir sér.

Ljóst er ađ framfćrsla örorkulífeyrisţega gerir ţeim ekki kleift ađ lifa mannsćmandi lífi og er fólki haldiđ í fátćktargildru. Tekjuskerđingar eru verulegar ţrátt fyrir lágar tekjur. Allar skattskyldar tekjur yfir eina krónu á mánuđi skerđa sérstöku framfćrsluuppbótina krónu- á- móti- krónu, sem örorku- og endurhćfingar- lífeyrisţegar međ lćgstu tekjurnar eru međ.

Gert er ráđ fyrir ađ ríkissjóđur skili 48 milljarđa króna afgangi á fjárlögum. Ţrátt fyrir ţađ eru engin áform sjáanleg hjá stjórnvöldum um ađ draga úr tekjuskerđingum eđa afnema „krónu- á -móti- krónu“ skerđingar hjá örorkulífeyrisţegum.

Ekkert um okkur án okkar!

ADHD samtökin eru eitt 41 ađildarfélaga Öryrkjabandalags Íslands.

Frétt á vef ÖBÍ

Senda póst til ADHD samtakanna
Athugasemdir

Svćđi

 • Til

   stuđnings börnum

   

   og

   fullorđnum

   međ athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir