Ţjónusta og greining á börnum međ ADHD

Ţjónusta og greining á börnum međ ADHD Langur biđtími eftir greiningum og ţjónustu vegna ADHD og óvissa um starfsemi Ţroska og hegđunarstöđvar kallar á

Ţjónusta og greining á börnum međ ADHD

Sólveig Ásgrímsdóttir og Elín Hinriksdóttir
Sólveig Ásgrímsdóttir og Elín Hinriksdóttir

Ţegar ţetta er ritađ bíđa um 330 börn eftir ţjónustu hjá Ţroska- og hegđunarstöđ (ŢHS). Allt börn (og um leiđ fjölskyldur ţeirra) međ verulegan vanda sem birtist á heimilinu, í skólanum eđa hvoru tveggja. Mörg bíđa eftir ADHD greiningu og međferđ í framhaldinu. Ógreint og ómeđhöndlađ ADHD bitnar ekki ađeins á barninu heldur allri fjölskyldu ţess sem og öđrum sem koma ađ daglegri umönnun ţess.

Hlutdeild ŢHS í geđheilbrigđisţjónustu barna ađ 18 ára aldri hefur stóraukist á síđustu árum sem helgast ađ hluta til vegna tilfćrslu á skjólstćđingum BUGL og GRR. Báđar stofnanir hafa ţrengt inntökuskilyrđi (til samrćmis viđ hlutverk 3. stigs stofnanna) og ţar međ hćtt ţjónustu viđ ákveđna hópa. Í kjölfariđ tók ŢHS yfir ţjónustuna og stćkkađi ţví markhópurinn verulega eđa u.ţ.b. 55-60%.

Styđjum viđ ţegna framtíđar

Vandi barns hverfur hvorki né minnkar á međan beđiđ er, heldur vindur upp á sig og getur orđiđ illviđráđanlegur. Foreldrar í ţessari stöđu kljást iđulega viđ kvíđa og streitu, ţar sem vandi barnsins er oftar en ekki krefjandi og hefur ţróast yfir langan tíma. Foreldrum kemur ekki alltaf saman um hvernig bregđast eigi viđ ađstćđum, sem eykur enn á streitu og álag á alla nákomna. Í ofanálag ţurfa foreldrar oftar en ekki ađ taka sér frí frá vinnu m.a. til ađ vinna međ skóla barnsins.

Í skóla snýst máliđ bćđi um námsvanda og hegđunarvanda. Barniđ dregst aftur úr í námi og mörg hver ná aldrei ađ vinna upp forskot jafnaldra. Félagsleg stađa barnsins  hríđversnar og sjálfsmynd ţess skađast.

Greining er ekki stimpill heldur svar viđ ţví hvađ sé ađ og útskýrir um leiđ hverjar ţarfir viđkomandi séu. Vandađ greiningarferli er lykill ađ nćstu skrefum og oft má strax á fyrstu stigum segja til um ađgerđir sem ađ öllum líkindum bćta stöđuna á međan beđiđ er.

Rannsóknir sýna jafnframt ađ ţví fyrr á uppvaxtarárum sem ADHD greinist og međferđ hefst í kjölfariđ minnkar áhćtta á alvarlegum fylgiröskunum sem hamlađ geta ţroska barns. Barn međ ADHD sem ţarf ađ bíđa eftir greiningu eđa fćr ekki nauđsynlega međferđ á réttum tíma á í hćttu ađ dragast aftur úr í námi og fylgja ekki jafnöldum sínum hvađ félagslegan ţroska varđar. Sjálfsmyndin getur laskast verulega og líkur á brottfalli úr framhaldsskóla aukast. Veruleg hćtta er á ađ vandi á fyrstu árum barns sem ekki er unniđ úr, vaxi og breiđist út yfir fleiri sviđ. Ţetta getur leitt til viđvarandi hegđunar- og tilfinningavanda á unglings- og fullorđinsárum. Ţessi sömu atriđi auka um leiđ líkur á ađ einstaklingur ţrói međ sér fíkn, hvort heldur um rćđir misnotkun ávanabindandi efna, tölvufíkn, matarfíkn, kvíđa og ţunglyndi svo eitthvađ sé taliđ til.

Varla hefur fariđ fram hjá neinum ađ mörgu ungu fólki í dag líđur illa, ţađ flosnar úr námi og nćr hvorki ađ fóta sig á atvinnumarkađi né í lífinu almennt. Mikilvćgt er ađ styđja viđ ţá einstaklinga og koma ţannig í veg fyrir viđvarandi og vaxandi vanda.

Ţroska- og hegđunarstöđ

ŢHS sér m.a. um ađ framkvćma greiningar á börnum međ ADHD upp ađ 18 ára aldri. Á heimasíđu ŢHS má finna hvađa ţjónustu er mćlt međ eftir greiningu, t.d. á ADHD:

 • Ađgerđir til ađ styđja viđ nám, hegđun og líđan barns í skóla
 • Mismunandi fćrniţjálfun eđa međferđ barns í einstaklings- eđa hóptímum
 • Stuđningur viđ foreldra í formi ráđgjafar, frćđslu eđa námskeiđa
 • Međferđ fyrir barn og/eđa foreldra hjá sérfrćđingum eđa sérhćfđum ţjónustustofnunum.

Viđvarandi óvissa hefur ríkt um framtíđ starfsemi ŢHS og stöđin hvorki haft nćgilegt fjármagn né mannafla til ađ sinna ţeim fjölda erinda sem berast og halda uppi ţjónustu í samrćmi viđ ţarfir. Stöđin hefur neyđst til ađ draga úr ýmsum úrrćđum. Ţar ber kannski helst ađ nefna ţjónustu viđ landsbyggđina sem víđa var ţegar af skornum skammti, en 25-30% tilvísana á stöđina koma frá landsbyggđinni.

Starfsemi sem fram fer á Ţroska og hegđunarstöđ er m.a. fyrirbyggjandi og núverandi stađa á engan hátt viđunnandi. Geđheilbrigđisţjónusta viđ börn á ađ vera í forgangi og ţví er mikilvćgt ađ koma í veg fyrir ađ biđlistar eftir ţjónustu myndist.

Snúum vörn í sókn. Óbreytt ástand mun ella auka á vanda okkar framtíđarţegna og um leiđ samfélagsins í heild.

Elín H. Hinriksdóttir, formađur ADHD samtakanna
Sólveig Ásgrímsdóttir, stjórnarmađur ADHD samtakanna

Greinin birtist fyrst á visir.is 8.5.2019


Athugasemdir

Svćđi

 • Til

   stuđnings börnum

   

   og

   fullorđnum

   međ athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir