Sjónarhóll

Ráđgjafarmiđstöđin Sjónarhóll ADHD samtökin er eitt af fjórum stofnfélögum Sjónarhóls ađ Háaleitisbraut 13. Sjónarhóll er ráđgjafarmiđstöđ fyrir

Sjónarhóll

Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll

ADHD samtökin er eitt af fjórum stofnfélögum Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Stofnfélög Sjónarhóls ná yfir öll þau félög er starfa að málefnum barna með sérþarfir. 

Þau eru : 

 • ADHD samtökin , til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.
 • Landssamtökin Þroskahjálp sem eru regnhlífasamtök 23 aðildarfélaga víða um land.
 • Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem er æfingastöð og iðjuþjálfun fyrir flesta umbjóðendur sem koma frá hinum samstarfsfélögunum  sem standa að Sjónarhóli.
 • Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Að félaginu standa 18 aðildarfélög barna víða um land.

Með stofnun Sjónarhóls rættist margra ára draumur um faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna með sérþarfir, hvort sem þau eru með ADHD, fötluð, eða langveik. Sjónarhóll verður miðpunktur þjónustu á þessu sviði, þekkingartorg þar sem hægt verður að finna á einum stað yfirgripsmikla vitneskju og reynslu sem hingað til hefur verið dreifð um borg og bæi. Sjónarhóll verður umboðsmaður fjölskyldna barna með sérþarfir; hann gætir að réttindum þeirra, eflir möguleika þeirra og veitir leiðsögn á leið til betra lífs.

Aðildarfélög Sjónarhóls starfa í sama húsnæði og Sjónarhóll að Háaleitisbraut 13. Með því er kominn grunnur að mjög öflugu starfi í þágu fjölskyldna barna með sérþarfir í landinu.

Sjá nánar um markmið og starfsemi Sjónarhóls á http://www.sjonarholl.net/

Svćđi

 • Til

   stuđnings börnum

   

   og

   fullorđnum

   međ athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir