Fræðslufundur Reykjavík - Fjármál og ADHD

Fjárhagsleg heilsa er okkur öllum mikilvæg. Valdís Hrönn Berg viðskiptafræðingur og fjárhagsmarkþjálfi, fer yfir helstu áskoranir varðandi ADHD og fjármálayfirsýn. Einnig fjallar hún um hvernig hægt er að setja sér einföld fjárhagsleg markmið sem stuðla að fjárhagslegri vegferð fyrir einstaklinga með ADHD. Hvetjum alla til að mæta sem vilja fræðast um ADHD og fjármál.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, 108 Reykjavík þann 21. febrúar næstkomandi og hefst klukkan 19:30. Heitt á könnunni.

Til að fá áminningu er hægt að skrá sig á viðburðinn hér:  

Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Velkomin á fræðslufundinn!