Opnunartími yfir hátíðarnar

Ný viðhorf til náms

Ný viðhorf til náms er yfirskrift ráðstefnu sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna halda í samstarfi, föstudaginn 2. desember kl. 13.30-16.30 á Hótel Reykjavík Natura.

Málþing um börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir

Hvað ræður för? Málþing um börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir. Fyrir aðstandendur barna með sérþarfir, alla sem veita þeim þjónustu og aðra sem láta sig velferð þeirra varða.

Kennaranámskeið nú í fjarbúnaði

Nú getum við boðið kennaranámskeiðið í fjarbúnaði 24. og 25. nóvember n.k. og hvetjum skóla um land allt að nýta sér þetta tækifæri.

Könnun - líðan barna með ADHD

Meistaranemar í Sálfræði við Háskóla Íslands vinna að rannsókn um líðan barna með ADHD og óska eftir ykkar hjálp. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Urður Njarðvík, barnasálfræðingur og lektor við Háskóla Íslands.

Spjallfundir

Loksins er komið að spjallfundum ADHD samtakanna, en fyrsti fundur verður á fimmtudaginn næsta 3. nóvember klukkan 20.00 í fundarherbergi Sjónarhóls á 4. Hæðinni.

Athugið síðasti skráningardagur á Breytingu til batnaðar

Viljum minna á að miðvikudagur 19. oktober er síðasti dagur til þess að skrá sig á námskeið Lauru Riffel Breyting til batnaðar

Flytja þarf fræðslunámskeið fyrir foreldra í stærra húsnæði vegna metþátttöku

Flytja þarf fræðslunámskeið fyrir foreldra í stærra húsnæði vegna metþátttöku

Algert þátttökumet hefur verið slegið á fræðslunámskeiði fyrir foreldra barna með ADHD og hafa ADHD samtökin neyðst til þess að flytja námskeiðið í stærra og rúmbetra húsnæði. Fræðslunámskeiðið verður því haldið upp í Endurmenntun Háskóla íslands Dunhaga 7, 107 Reykjavík laugardagana 15. og 29. oktober og hefjast klukkan 10. Eins verður námskeið sent með fjarfundarbúnaði víða um land.

Dagskrá málþings

Í tilefni samevrópskrar vitundarviku standa ADHD samtökin fyrir málþingi undir nafninu Nýjar lausnir - Ný sýn sem verður haldin föstudaginn 23. september kl. 13 -16:30 í Iðuhúsinu Lækjargötu.