ADHD - greining, meðferð og lyf bjarga lífum!

Greining, meðferð og lyf bjarga lífum.

Þrátt fyrir áralanga baráttu ADHD samtakanna fyrir bættri þjónustu við fólk með ADHD, hafa biðlistar eftir ADHD greiningum lengst ár frá ári - bæði hjá börnum og fullorðnum. Nú í lok árs 2022 eru hátt í níu hundrðu börn sem bíða eftir greiningu og yfir 1200 fullorðnir - biðtíminn getur orðið tvö til þrjú ár!  

Þessi langi biðtími eftir greiningum, skortur á meðferðarrúrræðum og gríðarlegir fordómar gagnvart notkun ADHD lyfja skerða lífsgæði þúsunda einstaklinga á degi hverjum og valda þeim og samfélaginu öllu gríðarlegum skaða. Aðgerðarleysi stjórnvalda er í raun óskiljanlegt enda málið grafalvarlegt - dauðans alvara!

Til að vekja athygli á ástandinu og auka þekkingu og skilning á mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD hafa ADHD samtökin rætt við nokkra einstaklinga um reynslu þeirra og tekið saman upplýsingar um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og samfélagið í heild.

Stutt fræðslumyndbönd:

Bið barna er dauðans alvara

Bóas Valdórsson, sálfræðingur og forstöðumaður

Biðlista eða lengra og betra líf - okkar er valið!

Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri 

Þú ert númer 1250 í röðinni...

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi

Mamma ertu að dópa mig?

Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og móðir

Nýtt og betra líf með ADHD.

Ída Finnbogadóttir, forstöðukona

 

Um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyjfa vegna ADHD:

Fyrst skal tekið fram að virkni og öryggiADHD lyfja er vel þekkt og fjöldi rannsókna sýna verndandi áhrif lyfja fyrir áhættuþáttum ADHD.

Slysahætta:

Umferðarslys:

Ofbeldi í nánum samböndum:

Dánartíðni:

Vímuefnanotkun:

Glæpatíðni:

  • Talið er að um 25% af fólki í fangelsum séu með ADHD.
  • Dönsk rannsókn fann að fólk greint með ADHD í æsku hafði hlotið dóm tvöfalt oftar og verið fangelsað næstum þrefalt oftar. Einnig flokkuðust einstaklingar með ADHD sem síbrotafólk 20% oftar. Á þeim tímabilum sem fólk tók ADHD lyf lækkaði tíðni þess að hljóta dóm um 20% og tíðni fangelsunar um 30%. ADHD lyfjanotkun fylgdi einnig lækkun á tíðni ýmissa annarra brota svo sem ofbeldi (40%), eignaspjöll (40%), akstur undir áhrifum vímuefna (50%) og glæpum tengdum vímuefnaneyslu (30-40%).

Samfélagslegur kostnaður vegna ADHD:

Fleira:

Allir sem gruna að þeir séu með ADHD eða eiga börn eða aðstandendur með ADHD ættu að fá upplýsingar um verndandi áhrif ADHD greininga, meðferðar og lyfja til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim eða börnunum þeirra fyrir bestu. Biðlistar eftir þessari sjálfsögðu og mikilvægu þjónustu er dauðans alvara!