Íþróttir og tónlist

Börn að spila tónlist

Júdódeild IR
Þjálfari af nafni Björn H Halldórsson (faðir mælti með honum) sem nær mjög vel til barna með sérþarfir.

Frjálsíþróttadeild ÍR
Þráinn Hafsteinsson sími: 863-1700 eða 565-4529
Þráinn Hafsteinsson hefur verið í samstarfi við Æfingastöðina og hefur m.a. verið farið í heimsókn til hans með hópana.

Fimleikadeild Gerplu
Sími: 557 4925
Versölum 3, 201 Kópavogur
Netfang: astaisberg@gerpla.is
Ásta Ísberg hefur verið með hópa fyrir börn með sérþarfir

Íþróttafélagið Gerpla hefur stofnað sérstakan Parkour hóp er nefnist Víkingasveitin. Hópurinn er miðaður að iðkendum sem treysta sér ekki til að stunda íþróttir þegar margir iðkendur eru í salnum með tilheyrandi áreiti. Hópurinn er hentugur þeim sem eiga erfitt með að vera í hefðbundnum íþróttum.  Nánari upplýsingar á gerpla.is.

 

Heilsuakademían
Vefsíða: www.ha.is
Sími: 594-9666
Egilshöllinni, Grafarvogi

  • Tarzan námskeið 5-12 ára. Heilsuakademían er með sérútbúinn Tarzan völl þar sem hressir krakkar geta klifrað, hoppað, hangið og farið í hina ýmsu leiki undir leiðsögn tveggja menntaðra þjálfara með mikla reynslu. Námskeiðin eru í 6 vikur. Tíminn er kl. 11 á laugardögum, Einnig er í boði að vera 12 vikur þar sem þátttakendur geta nýtt sér Frístundakort ÍTR og geta þá fengið niðurgreiðslu allt að 12.000 kr. og kostar þá 12 vikna námskeið aðeins 6.000 kr.
  • Dans 6-10 ára í Egilshöll og Lækjarskóla í Hafnarfirði
  • Sundskóli 2-5 ára, Heilsuakademían býður upp á sundskóla fyrir leikaskólabörn á aldrinum tveggja til fimm ára í sundlaug Lækjarhlíðar í Mosfellsbæ. Um er að ræða byrjendanámskeið sem framhaldsnámskeið þar sem skipt er niður í hópa eftir aldri.

Sund og íþróttaskóli fyrir börn með sérþarfir.
Íþróttafélag fatlaðra
Sími. 5618225 Júlíus
Kennt er í Hátúni 12
Sundskóli Föstudagar kl 15 – 18
Íþróttaskóli á laugardögum
Júlíus  og Eva íþróttakennari
40 mínútur – 1400

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík
Vefsíða: www.ifr.is
Öflugt íþróttastarf fer fram á vegum félagsins. Íþróttagreinar: Boccia, bogfimi, borðtennis, frjálsar írþóttir, íþróttaskóli ÍFR, knattspyrna, lyftingar og sund.

Litli Íþróttaskólinn
Vefsíða: www.litliithrottaskolinn.is
Litli íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 17 mánaða til 3 ára þar sem börn og aðstandendur eru saman í hreyfistund á forsendum barnsins.

Nexus Noobs
Facebooksíða: facebook.com/Nexusnoobs
Nexus Noobs er hópastarf ætlað ungmennum á aldrinum 12 til 20 ára sem hafa áhuga á að kynnast félögum með svipuð áhugamál ásamt starfsemi og félagsstarfi hjá Nexus.
Í Nexus Noobs gefst þeim tækifæri til þess að fræðast um ólík viðfangsefni eins og öllu sem viðkemur teiknimyndasögum, vísindaskáldskap og ævintýrasögum. Þátttakendur fá kennslu á ýmsum borðspilum, herkænskuleikjum og hlutverkaspilum svo eitthvað sé nefnt.

Skema
Vefsíða: ru.is 
Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Skema notar aðferðafræði sem er studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Undirstöðuatriði aðferðafræðinnar byggja á jákvæðni, myndrænni framsetningu og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.

Rafíþróttaskólinn
Vefsíða: www.rafithrottaskolinn.is 
Rafíþróttaskólinn vill efla keppni í tölvuleikjum á Íslandi og stuðla að bætingu spilara með markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum. Við viljum einnig styðja við virka samkeppni innanlands sem og hjálpa íslenskum spilurum að komast í fremstu raðir útí heimi. Þessu viljum við áorka með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir spilara landsins sem vilja koma saman og bæta sig. Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á spilara. Iðkendur Rafíþróttaskólans æfa saman í hópum í eigin persónu og æfa þar samskipti, samvinnu, samkennd, sjálfsaga og fleira, á sama tíma og þeir fá að leggja stund á áhugamálið sitt.

Tónlistarnám

Tónstofa Valgerðar
Vefsíða: www.tonstofan.is
Í Tónstofunni fer fram tónlistarkennsla fyrir nemendur sem vegna fatlana og eða sjúkdóma þurfa sérstakan stuðning. Tónstofan er eini tónlistarskólinn á landinu þar sem þessir einstaklingar njóta forgangs. Framvinda og markmið kennslunnar sem og kennsluaðferðirnar taka mið af forsendum, þörfum og óskum hvers einstaks nemanda. Nemandi í Tónstofunni getur lagt stund á hefðbundið tónlistarnám. Hann getur einnig notið fjölþættrar tónlistarkennslu og þjálfunar sem beinist að því að efla tónnæmi hans og tónlistarfærni, bæta líðan hans og veita sköpunarþörfinni útrás.

Tónstofa Valgerðar
S: 561-2288
Hátúni 12, 105 Reykjavík
Vefsíða: www.tonsvj.net
Í Tónstofunni fer fram tónlistarkennsla fyrir nemendur sem geta ekki tileinkað sér hefðbundna tónlistarkennslu. Tónstofan er eini tónlistarskólinn á landinu þar sem nemendur með sérþarfir njóta forgangs.