Þjónusta sveitarfélaga

Félagsþjónusta sveitarfélaga getur veitt fullorðnum með ADHD börnum og unglingum mað ADHD og fjölskyldum þeirra félagslega aðstoð s.s. persónulegan ráðgjafa og stuðningsfjölskyldu.

Sérfræðiþjónusta leikskóla eða sálfræði- og sérfræðiþjónusta grunnskóla; þjónusta á vegum sveitarfélaga alls staðar á landinu.

Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar

Um er að ræða velferðarþjónustu, frístundaráðgjöf og verkefni á sviði menntamála.

  • Þjónustumiðstöð Vesturbæjar; Vesturgarður, Hjarðarhaga 45-47.
  • Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21.
  • Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39.
  • Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12.
  • þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Bæjarhálsi 1.
  • Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður, Langarima 21.

Hægt er að sækja um persónulegan ráðgjafa og stuðningsfjölskyldu. Sjá nánar á www.reykjavik.is undir hverfi. Skoðið sérstaklega reglur um fjárhagsaðstoð 16 gr. um aðstoð vegna barna, (undir Velferðarsvið – fjárhagsaðstoð). Símaver Reykjavíkurborgar veitir upplýsingar um þjónustu borgarinnar. Sími 411-1111

Fleiri þjónustunúmer