Hljóðbókasafn íslands

Einstaklingar með ADHD geta sótt um aðgang að Hljóðbókasafni íslands www.hbs.is

Hægt er að nálgast bækur ætluðum fullorðnum, börnum og unglingum. Safnið framleiðir einnig flestallar bækur á framhaldsskólastigi fyrir lánþega sína.  

Árgjald safnsins er 2.500 krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn undir 18 ára aldri. Krafa er stofnuð í heimabanka lánþega þegar hann hefur verið skráður. Aðgangur er opnaður þegar krafa hefur verið greidd. Þeir sem ekki hafa heimabanka geta fengið sendan gíróseðil. 

Allir umsækjendur þurfa að skila inn umsóknareyðublaði ásamt undirrituðu vottorði, um að greining liggi fyrir, frá fagaðila þar sem kemur skýrt fram ástæða þess að umsækjandi geti ekki nýtt sér prentað letur. Ef um ADHD greiningu er að ræða þarf að berast vottorð frá lækni. Ef greiningargögn eru til staðar í skólanum er sérkennurum eða öðrum til þess bærum fagaðilum heimilt að staðfesta að greining liggi fyrir. Hægt er að sækja um rafrænt eða prenta út umsókn og senda til safnsins ásamt vottorði.

Ekki senda inn greiningarnar sjálfar heldur eingöngu vottorð um að greining liggi fyrir.

Skila þarf umsókn og vottorði saman til safnsins. 

Hægt er að sækja um í gegnum rafræn skilríki og jafngildir það undirskrift. Athugið að ekki er hægt að senda inn umsókn nema að vottorð fylgi í viðhengi.

Rafræn umsókn barns yngra en 18 ára fer fram í gegnum forráðamann. Þegar skráður forráðamaður umsækjanda sækir um með rafrænum hætti velur hann í umsókn kennitölu þess barns sem hann er að sækja um fyrir.