Réttindi - fullorðnir

 

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
Þjónusta VIRK starfsendurhæfingarsjóðs er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Sjóðurinn er með starfsstöðvar víða um land.
Vefur VIRK

Janus
Hjá Janusi endurhæfingu fer fram starfs- og atvinnuendurhæfing. Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk til að komast á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.
Vefur Janusar

Hringsjá
Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla.
Vefur Hringsjár

Hlutverkasetur
Markmið Hlutverkasetursins er að styðja þau sem misst hafa hlutverk við að ná þeim aftur eða uppgötva ný, og auka þar með þátttöku í samfélaginu.
Vefur Hlutverkasetursins

Hugarafl
Hugarafl er með ráðgjöf og eftirfylgd til fólks með geðræn vandamál og aðstandenda þeirra.
Vefur Hugarafls

Bataskólinn
Bataskóli Íslands býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum. Námið er nemendum að kostnaðarlausu. Námið er tvær annir og úr alls 16 námskeiðum að velja í allt.Engin próf eru í skólanum og einu kröfurnar sem gerðar eru til nemenda er jákvætt viðhorf og virðing fyrir starfsfólki og samnemendum. Í Bataskólanum ríkir alltaf góður andi og gagnkvæm virðing.
www.bataskoli.is

Bergið Headspace
Bergið mun veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna upp að 25 ára aldri. Með fræðslu og stuðningi finnum við leiðir í samvinnu að bættri líðan og eflum virkni ungmenna í samfélaginu. Þjónustan mun miða að því að efla þátttöku og þekkingu ungmenna og auka tengsl þeirra við samfélagið.
www.bergid.is