Nýjar bækur að vestan

Kristín Guðmundsdóttir hefur verið óþreytandi að kaupa bækur fyrir félagið þegar hún
hefur farið í fjölskylduheimsóknir vestur um haf. Hér bætir hún um betur og segir í stuttu
máli frá þeim bókum sem hún keypti í haust.

A KID JUST LIKE ME – a Father and son Overcome the Challenges of ADD and
Learning Disabilities eftir Bruce Roseman M.D.

Sá er skrifar bók þessa var sjálfur álitinn ókennsluhæfur á yngri árum en tókst að komast í
gegn um læknisfræðinám. Er sonur hans fékk greiningu leitaði hann að aðferð til að
hjálpa syni sínum og byggði m.a. á eigin reynslu.

ADD/ADHD Behavior-Change Resource Kit – Ready-to-Use Strategies & Activities
for Helping Children with Attention Deficit Disorder eftir Grad L. Flick Ph.D.
Bókin er ætluð kennurum, foreldrum og öðrum þeim er vinna með börnum með þessi
vandamál. Fjallað er m.a. um hvernig eigi að breyta hegðun, hvernig byggja skal upp
félagslega færni, hvernig er best að vinna heimavinnuna, hvernig er hægt að breyta
hegðun í kennslustofunni og ekki síst hvernig foreldrar, kennarar og aðrir geta komist hjá
því að brenna yfir í baráttunni.

BEYOND RITALIN – Facts about Medication and Other Strategies for Helping
Children, Adolecents and Adults with Attention Deficit Disorders eftir Stephen W.
Garber Ph.D., Marianne Daniels Garber Ph.D. og Robyn Freedman Spizman.
Byggð á hundruðum heimilda og yfir 30 ára rannsóknarvinnu. Bókin útskýrir hvernig
Ritalin hefur m.a. áhrif á félagslega færni og skipulagslega færni einstaklingsins. Hvað
meðul geta eða geta ekki gert fyrir börn, unglinga eða fullorðna með ADHD og hvers
vegna meðalagjöf ætti aldrei að vera eina form meðhöndlunar.

FROM CHAOS TO CALM – Effective Parenting of Challenging Children with ADHD
and Other Behavioral Problems eftir Janet E. Heininger Ph.D. og Sharon K. Weiss M.ED.
Öll börn geta verið kröfuhörð en þegar börn eru kröfuhörð alltaf vegna þess að þau eru
haldin ofvirkni, þunglyndi eða öðrum kvillum sem hafa áhrif á daglegt líf þeirra þá er oft
erfitt á heimilinum. Þessi bók býður upp á 3 mismunandi sjónarhorn – foreldris,
meðferðaraðila og barnsins þegar fjallað er um m.a. hvernig setja eigi viðráðanleg
markmið.

HOW TO REACH & TEACH TEENAGERS WITH ADHD – A Step-By-Step Guide
to Overcoming Difficult Behaviors at School and at Home eftir Grad L. Flick Ph.D.
Hverjar eru breytingarnar frá barnsárum að unglingsárum? Fjallar um undirbúning og
markmið fyrir meðferðarúrræði, meðalagjöf og hvað unglingar með ADHD, kennarar og
foreldrar ættu að vita um það. Inniheldur einnig þjálfunarprógröm til að byggja upp
athygli, félagslega færni, reiði, hömlun o.fl.
Living with ADHD – A Practical Guide to Coping with Attention Deficit Disorder. - For
parents, teachers, physicians and all those who care for children with ADHD eftir
Rebecca Kajander CPNP, MPH.

Inniheldur nothæfar upplýsingar sem geta hjálpað foreldrum og börnum í glímunni við
vandamál hversdagsins heima, í skólanum og við félagsleg tækifæri. Hugmyndirnar koma
frá meðferðaraðilum, kennurum og foreldrum barna með ADHD.

POWER PARENTING for children with ADD/ADHD – a Practical Parent’s Guide for
Managing Difficult Behaviors eftir Grad L. Flick PH.D.
Þessi bók er skrifuð með foreldrana í huga og veitir þeim upplýsingar hvernig m.a. megi
breyta óæskilegri hegðun heima fyrir, í skólanum eða í samskiptum við aðra
fjölskyldumeðlimi. Tekur einnig á hvernig setja eigi raunhæf markmið, hvernig byggja
eigi upp sjálfstraust barnanna o.fl.

RAISING YOUR SPIRITED CHILD – A guide for parents whose child is more
intense, sensitive, perceptive, persistent, energetic eftir Mary Sheedy Kurcinka.
Kraftmikil börn sem oft eru kölluð „erfið börn” geta oft gengið fram af foreldrum sínum
þannig að þeir finna oft fyrir vanmætti. Kraftmikil börn eru oft vegna skapgerðar ákafari,
næmari, gleggri, þverari og eiga erfiðara að meðhöndla allar breytingar en önnur börn.
Bók þessi hjálpar foreldrum til að skilja skapgerð þessara barna, sýnir hvernig taka eigi á
bræðiköstum er þau eiga sér stað o.fl.

Right-Brained Children in a Left-Brained World – Unlocking the Pontential of your
ADD child eftir Jeffrey Freed M.A.T. og Laurie Parsons.

Fyrir börn með athyglisbrest getur lífið oft verið erfitt. Þau geta átt erfitt með að sitja
þögul, vinna með öðrum og eiga oft í erfiðleikum með að ná grunnfærni í skrift, lestri
o.fl. Bókahöfundar sýna hér fram á hversu miklu er hægt að áorka með 10 mínútna
prógrammi á dag þannig að barnið eigi auðveldara með að tileinka sér námið.
RITALIN IS NOT THE ANSWER – A Drug-Free, Practical Program for Children
Diagnosed with ADD or ADHD eftir David B. Stein Ph.D.

Bókahöfundur er faðir tveggja drengja er báðir voru settir á Ritalin. Meðferðarúrræðið
sem hann bíður upp á er tilkomið eftir 25 ára reynslu með hundruðum barna. Bók þessi
tekur á og býður byrginn hinni viðurkenndu kenningu að gefa börnum með ADD/ADHD
lyf. Einnig inniheldur hún atferlismótandi meðferð sem svar við lyfja-gjöf.
SMART BUT FEELING DUMB – The challenging new research on Dyslexia – and
how it may help you eftir Harold N. Levinson M.D.

Getur verið að lestrarörðugleikar geti verið rótin að öðrum erfiðleikum? Höfundur sýnir
fram á að truflun í innra eyra getur valdið ekki bara lestrarörðugleikum heldur einnig m.a.
jafnvægistruflunum, samhæfingartruflun, talgöllum, lélegu minni, ofvirkni, svima o.fl.

TALKING BACK TO RITALIN – What Doctors aren’t telling you about Stimulants
and ADHD eftir Peter R. Breggin M.D.

Þótt bók þessi fjalli um hvernig foreldrar í USA eru oft þvingaðir til að setja börn sín á
Ritalin eða önnur slík lyf fyrir tilstuðlan skólanna þá fjallar hún einnig um það hvernig
slík lyf virka, hvaða áhrif þau hafa á börnin, hverjar eru aukaverkanirnar og hvernig best
er að fara að því ef börnin eru tekin af lyfjunum.

THE ADD/ADHD CHECKLIST – An Easy Reference for Parents & Teachers eftir
Sandra Rief M.A.

Bók þessi er til að auka skilning á börnum og unglingum með ADD/ADHD og hvers
konar hjálp eða íhlutun er nauðsynleg til þess að þeim takist að komast í gegn um
skólana. Bókin er stútfull af allskonar heilræðum og upplýsingum ætluðum foreldrum og
kennurum.

THE ADHD Parenting Handbook – Practical Advice for Parents from Parents – Proven
techniques for raising hyperactive children without losing your temper eftir Colleen
Alexander-Roberts.

Foreldrar gefa upplýsingar um hvað hafi hjálpað þeim í uppeldi ungbarnsins, barnsins eða
unglingsins með ADHD. Hvernig á að takast á við skólann, fríið, leiksvæðið, búðina eða
félagslega þáttinn. Ekki síst hvernig á að komast í gegn um stressið sem óhjákvæmilega
fylgir oft ofvirkninni.

THE LEARNING REVOLUTION – To change the way the world learns eftir Gordon
Dryden og Dr. Jeannette Vos.
Þótt bók þessi sé að nokkru ætluð kennurum þá er hún einnig holl lesning fyrir foreldra.
Sýnir meðal annars fram á hvernig best sé að takast á við það þegar barn er langt á eftir
áætlun í skóla. Allir geta lært, þeir verða bara að finna þá aðferð sem hentar þeim.


WHY AM I DIFFERENT? eftir Norma Simon.

Sumir geta ekki borðað súkkulaði, aðrir geta flautað. Sumir eru hávaxnir, aðrir eru stuttir.
Þessi bók er í raun myndasaga sem sýnir fram á það að það er allt í lagi að vera öðruvísi.