
Krefjandi hegðun barna með ADHD
ADHD samtökin og Sjónarhóll standa fyrir málþingi um krefjandi hegðun barna með ADHD. Málþingið fram fer í Gala Veislusal, Kópavogi þann 31. október
kl. 09:00 – 15:30.
Málþinginu er ætlað að auka þekkingu og skilning á helstu þáttum sem ýta undir krefjandi hegðun og beina sjónum að gagnreyndum aðferðum sem nýtast til að draga úr áhrifum þeirra.
Boðið er uppá streymi í rauntíma.
Aukin þekking og skilningur getur dregið úr krefjandi hegðun, stutt við betri líðan og jákvæðari sjálfsmynd hjá barninu sem og þeim sem að barninu koma.
Málþingið er frábært tækifæri til að bæta við þekkingu, læra að byggja á styrkleikum og hafa gaman saman.
Málþingið er opið öllum.
Almennt verð: 12.000-
Félagsmenn: 9.000.-
Dagskrá:
09:00 – 09:10 Setning málþings
Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna
09:10 - 09:30 Ávarp og afhending Hvatningarverðlauna
09:30 – 10:10 Tengls áfalla og krefjandi hegðunar
Atli Freyr Magnússon atferlisfræðingur
10:10 – 10:20 KAFFIHLÉ
10:20 – 10:50 Samspil máls og hegðunar
Signý Gunnarsdóttir talmeinafræðingur
10:50 – 11:50 Motivating Kids to do No-Fun, Boring and Tough Stuff
Dr. Sharon Saline sálfræðingur
11:50 - 12:50 HÁDEGISHLÉ *
12:50 – 13:30 Skynjun og áreiti í daglegu lífi
Guðlaug Þórlindsdóttir iðjuþjálfi, Æfingastöðin
13:30 – 14:10 Griðastaður og tilfinningastjórn
Heiða Guðmundsdóttir grunnskólakennari
14:10 – 14:20 KAFFIHLÉ
14:20 – 15:20 Hegðunarvandi og ofbeldi barna
Soffía Ámundadóttir kennari Menntavísindasvið HÍ
15:20 – 15:30 Samantekt og málþingsslit
Bóas Valdórsson varaformaður ADHD samtakanna
* Engar veitingar í hádegishléi en stutt í marga matsölustaði.