Ferðakostnaður

Bætur og styrkir

Ferðakostnaður
Þegar sjúkdómsmeðferð er ekki í boði á heimaslóðum
• þurfi læknir í héraði að vísa sjúklingi frá sér til óhjákvæmilegrar sjúkdómsmeðferðar
• meðferðin er hjá opinberum sjúkrastofnunum
• meðferðin er hjá öðrum aðilum heilbrigðiskerfisins sem sjúkratryggingar hafa gert samning við og Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að greiða
• meðferðin er hjá talmeinafræðingum eða vegna tannréttinga skv. ákveðnum skilyrðum
• ferðir vegna tannlækninga þurfa tannlæknar að sækja um

Þegar um langar ferðir er að ræða
Fjölskyldur geta fengið aðstoð við ferðakostnað hjá Sjúkratryggingum Íslands skv. 30. gr. laga nr. 112/2008 og reglugerð nr. 871/2004.
Eyðublöð er að finna á vef Sjúkratrygginga Íslands. Eyðublöð
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúklings á 12 mánaða tímabili, ef um er að ræða eftirfarandi:
• nauðsynlega ferð
• að minnsta kosti 20 kílómetra vegalengd er á milli staða
• farið er til að sækja (að tilhlutan læknis í héraði) óhjákvæmilega sjúkdómsmeðferð til greiningar, meðferðar, eftirlits eða endurhæfingar
• skilyrði er að þjónustan sé ekki fyrir hendi í heimahéraði

Fræðslunámskeið og nauðsynlegir fundir
Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) er heimilt að endurgreiða kostnað við ferðir foreldra eða nánustu aðstandenda alvarlega fatlaðra einstaklinga og sjúklinga sem haldnir eru langvinnum og alvarlegum sjúkdómum til að sækja fræðslunámskeið eða nauðsynlega fundi sem viðurkenndir eru af SÍ. Greitt er fyrir tvær ferðir á ári.