Lífið með ADHD - hlaðvarp

Lífið með ADHD

Lífið með ADHD er hlaðvarp ADHD samtakanna í umsjón Karitasar Hörpu Davíðsdóttur, sem birtist reglulega á RUV.is og í öllum helstu hlaðvarpsveitunum. Karitas Harpa fær til sín góða gesti í 40-50 mínútna spjall, sem miðla af reynslu sinni og þekkingu, ekki síst af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland við fróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki...

 

Þáttur 3. Lífið með ADHD – Lögreglan og ADHD

Lífið með ADHD - þáttur 3

Undanfarin ár hafa sprottið reglulega upp umræður um lögregluna og ADHD. Í júlí 2019 var viðmiðum breytt varðandi nám við Mennta- og starfþróunarsetur lögreglunnar. En hvernig er umræðan innan lögreglustéttarinnar? Í þessum þætti af Lífið með ADHD fæ ég annarsvegar rannsóknarlögreglumanninn Hall Hallsson í viðtal til mín og hinsvegar les ég upp orð annars lögreglumanns sem treysti sér ekki til þess að koma fram undir nafni. 

Þáttur 2. Lífið með ADHD - Jón Gnarr og Vilhjálmur Hjálmarsson  Vilhjálmur Hjálmarsson og Jón Gnarr

Viðmælendur þáttarins eru tveir að þessu sinni, annar er stjórnarmaður ADHD samtakanna og leikarinn Vilhjálmur Hjálmarsson. Sá síðari á það sameiginlegt með Vilhjálmi að vera leikari (og með ADHD) en það er fyrrum Borgarstjóri og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gnarr, hann segir einlæglega frá skólagöngu sinni og síðan hvernig hann meðhöndlar sitt ADHD í dag.

Þáttur 1. Lífið með ADHD – Katrín Júlíusdóttir

Þáttur 1 - Katrín Júlíusdóttir

Fyrsti viðmælandi seríunnar er fyrrum Alþingiskona, ráðherra og núverandi framkvæmdarstjóri SFF, Katrín Júlíusdóttir. Í þættinum heyrum við hvernig Katrín fékk ADHD greiningu á óhefðbundin hátt og hvernig það breytti lífi hennar til hins betra.