Sjálfsmynd barna

Brot úr fyrirlestri Sæmundar Hafsteinssonar sálfræðings
26. september sl.:

Sjálfsmynd barna

Það skiptir miklu máli að geta varðveitt sjálfsmynd sína og þar er átt við alla einstaklinga, stóra sem smáa. Börn taka oft mikla orku og þá er mikilvægt fyrir foreldra og kennara að vera með yfirvegaða sjálfsvitund. Að einstaklingnum líði vel með sjálfan sig er stór þáttur því öll mannleg samskipti byggjast á sjálfstrausti.
Sæmundur lagði áherslu á að sjálfsmynd foreldra og barna spili saman. Hún er yfirleitt góð hjá börnum foreldra sem eru með gott sjálfstraust. Það besta sem foreldrar geta gert er að vera góðir stjórnendur og það versta sem þeir geta gert er að láta börnin stjórna sér. Ef börnin ná yfirhöldinni dofnar öryggistilfinningin, neikvæð hegðun eykst.
Ef fólk er með barn sem á við veikleika að etja þá er mikilvægt að barninu sé kennt að sættast við þennan veikleika og takast á við vandann á jákvæðan hátt. Eigin afstaða í garð veikleika (fötlunar) er mikilvæg.
Sæmundur hefur oft unnið að sálfræðiathugun á föngum fyrir dómstóla. Þá hefur mjög oft komið í ljós að um meinlega fötlun hefur verið að ræða á einhverju sviði t.d. kunni viðkomandi ekki að lesa. Fólk hefur oft komist áfram með því að fela fötlun sína rækilega. Þessi feluleikur leiddi til fötlunar í samskiptum. Þetta er dæmi um það þegar eigin afstaða leiðir til eigin fötlunar. Slíkt getur brotist út á margan hátt í mannlegum samskiptum.
Hjá fólki með gott sjálfstraust fylgir trú á sjálfan sig, meiri vellíðan og skemmtun. Fólk með skert sjálfstraust er oft mjög neikvætt. Það elst upp við að það sé eitthvað að því. Að það eigi erfitt með að leika við aðra. Fær á tilfinninguna að það sé eitthvað að því. Bregst við með því að skemma og vera með illindi. Sjálfsmynd neikvæð og finnst það þurfa að fela fyrir öðrum hvers konar drullusokkur það er.

Á bak við allt sjálfstraust er sjálfsmyndin þ.e. – hvað get ég? – hvað kann ég? – hvernig er ég í samanburði við aðra -hvernig er sjálfsvirðingin?

Dæmi: Drukkinn maður keyrir eftir Miklubrautinni og ekur niður vegfaranda og gefur sig ekki fram. Fréttir berast af mannsláti og málið upplýsist ekki. Er ökumaðurinn laus allra mála? Svarið er nei út frá siðferðislegum og trúarlegum gildum samfélagsins. Betra hefði verið fyrir ökumanninn að gefa sig fram því sjálfsmatið er ónýtt. Hann er lygari og verður að passa sig á hvað hann segir þegar hann er drukkinn. Við þetta fer hugurinn að starfa allt öðruvísi.
Sæmundur tók dæmi um að ef hann hefði nú farið að efast um að hann sjálfur gæti haldið góðan fyrirlestur fyrir okkur þá hefði orkan farið í vitlausar brautir. Hann færi að hugsa um hvort hann væri örugglega með réttu glæruna, í réttum fötum o.s.frv.
Hjá fólki með bjarta sjálfsmynd fer orkan í málefnið og það sem þarf að gera. Þeir sem eru með sterka sjálfsmynd hafa forskot í lífinu og Sæmundur lagði áherslu á að þetta væri mikilvægt atriði.
Sjálfstraust er það að treysta sjálfum sér til að treysta öðrum.
Sæmundur kynnti fyrir okkur eftirfarandi fullyrðingu sem hann telur að allir sálfræðingar séu sammála um:

Sjálfsmat
Fólk sem lifir í sátt við sig og hefur góða tilfinningu fyrir eigin verðleikum gengur betur í lífi og starfi og það afkastar meiru en aðrir. Það fólk verður óþvingaðra í samskiptum og getur frekar myndað sterk og heilbrigð tengsl við annað fólk en aðrir.

Seinni hluti fyrirlestrar fjallaði Sæmundur um sjálfstraust barna, neikvæð áhrif:
1. Neikvæð skilaboð, standa ekki undir væntingum. Foreldrar pössum okkur hér. Fyrirlesari vitnaði hér í könnun sem gerð var í rútu þar sem foreldrar og bekkjarsystkini eyddu degi saman. Börnin voru með hljóðnema og við úrvinnslu gagna kom í ljós að 75% skila-boða til barnanna voru neikvæð og upp undir 25% hlutlaus. Hvar voru öll uppbyggilegu skilaboðin? Gott sjálfstraust og jákvæðni eru systkini. Lágt sjálfstraust og neikvæðni eru systkini. Hefur með ákvarðanatöku að gera. Neikvæðir leita að hindrunum. Lífsflótti - verkkvíði - að koma í veg fyrir. Jákvæðir leita að leiðum, fyrst einni og með aðra til vara. Spyrjið ykkur hvers konar fyrirmynd þið eruð í lífinu.
2. Bann við ákveðnum tilfinningum. Börnin eru næm á þetta og sjá hvernig foreldrarnir gera. Tjáum tilfinningar okkar með orðum og ef við erum reið, verum það á uppbyggilegan hátt. Þegar þrúgandi þögn er á heimilinu fara börnin oft að búa til eigin skýringu sem er alls óskyld veruleikanum.
3. Niðurlæging og háð.
4. Ekki hlustað á skoðanir. Sýnum börnum þá virðingu að vera góðir hlustendur.
5. Stjórnað með skömmum og sektarkennd.
6. Ofverndun. Línudans á breiðri línu milli barns og foreldra. Gefum slaka og eins mikið frelsi og börnin ráða við, en verum ávallt viðbúin að kippa í spottann þegar þarf. Mátum okkur áfram það er lykil-atriðið m.t.t. sjálfstrausts.
7. Óljósar reglur og lítið aðhald. Foreldrar verið samstíga í uppeldinu og sammála um reglur. Sýnið virðingu í samskiptum.
8. Afneitun á raunveruleikanum. Siðgæðisuppeldi –trúir ekki eigin augum.
9. Líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Allt ofbeldi vegna þess að það er andlegt og tilfinningalegt. Hægt að beita því með augnaráði, orðum, þögn.
10. Vanræksla.
11. Börnum gert að hafa ákveðnar skoðanir. Mótun, ætlum börnum hitt og þetta. Það að geta verið maður sjálfur skiptir máli.
12. Leikir og hlutverk til að fá athygli. Eitt barnið er t.d. óþekka barnið, eitt fær 10 á prófum og enn annað leikur trúðinn. Það er fatl-andi að vera bara með eina tilfinningu. Ofvirk börn verða oft í hlutverki blóraböggla.
13. Hlutverk og verkefni ekki við hæfi.
14. Ósanngjarnan samanburð.
15. Þrúgandi þögn og „leyndarmál”.
16. Stimplanir og fordómar.
17. Harðar og niðurlægjandi refsingar.
18. Tilfinninganlega misnotkun. T.d. þegar barn er í röngu hlut-verki þar sem barnið ber ábyrgð á foreldrum.
19. Syndaselir og blórabögglar.
20. Upplýsingar og vitneskja sem ekki hæfir þroska.

Samantekt unnin af Áslaugu Guðmundsdóttur