Öll dreifing og spilun myndbandanna hér að neðan er heimil, æskileg og afar vel séð að hálfu ADHD samtakanna #takkADHD
Orkuboltar og íþróttir - málþing ADHD Samtakanna 2021
Málþing samtakanna var haldið föstudaginn 29. október, hér að neðan er hægt að nálgast málþingið í heild sinni.
Hvað er ADHD? Geta dýr fengið ADHD? Er ADHD kannski ofurkraftur? Jónas Alfreð velti þessu fyrir sér og upp vöknuðu fleiri, stærri og minni spurningar. Hann fór á stúfana, þefaði uppi snillinga og spurði þá út í lífið og tilveruna!
Uppvöxturinn, skólagangan, handboltinn, greiningin, lyfin og lærdómsrík vegferð Björgvins Páls Gústavssonar, handboltamanns með ADHD. "Ég hefði aldrei náð svona langt ef ég hefði ekki haft ADHD-ið til að hjálpa mér".
Farsæl, skipulögð og skólagangan gekk vel, en alltaf að gleyma og klúðra. Rótin að kvíðanum reyndist ADHD. Greiningin breytti miklu. "ADHD er náðargjöf í mínu starfi.. klár ofurkraftur... En maður þarf að passa sig á ofurkröftum. Hulk þarf að passa sig að brjóta ekki borðin og ég þarf að passa að ADHD-ið láti mig ekki kveikja í húsinu."
"Ég mun aldrei hætta á lyfjum". Alltaf út um allt. Gat ekki fylgt neinu eftir. Ef það átti að gerast, var það N'UNA! Margir erfiðir fylgifiskar og sótti í eiturlyf. Leitaði að svari í 32 ár og fann það loks í ADHD-inu. "ADHD-ið var ekki endilega vandamálið. Það voru afleiðingarnar sem voru vandamálið."
Hvað er ADHD Hvert á að leita eftir greiningum og stuðning? Hvað með kynin, nám, gáfur, styrkleikana og mismunandi birtingarmyndir ADHD? "ADHD er ofurkraftur og styrkleikar. Það er gleðin líka. Að fara þangað sem maður ætlar sér."