ADHD og systkini

ADHD og Systkini - fræðslufundur í streymi fyrir félagsfólk

Systkini barna með ADHD upplifa ýmsar áskoranir í samskiptum sínum við barnið með ADHD og geta upplifað sig sem fórnarlömb stríðni, árásargirni og afskiptaleysis. Oft á tíðum fer athyglin annað en á þau og kröfurnar geta orðið miklar. Allt fjölskyldulífið getur litast af erfiðum samskiptum milli systkina og þegar ADHD bætist við það flókna mynstur, verða verkefnin meira krefjandi. Á fundinum mun Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur fara yfir helstu áskoranir ADHD fyrir fjölskyldulífið með tilliti til systkina, benda á hagnýt ráð sem virka og svara spurningum.

Facebook viðburður

Fræðslufundurinn er eingöngu í streymi fyrir félagsfólk á fb síðunni ADHD í beinni. Hér getur þú gengið í samtökin: Ganga í ADHD samtökin | ADHD samtökin