Akureyri, Minna tuð - meiri tenging

Minna tuð - meiri tenging!
Að eiga barn eða ungling með ADHD getur verið krefjandi.
Á þessum fræðslufundi ræðum við hvernig ADHD birtist, hvaða áhrif það hefur á hegðun,
samskipti og líðan – og hvernig við getum skapað umhverfi sem talar í takt.
Við skoðum meðal annars:

🌿 Hvernig ADHD kemur fram í daglegu lífi
🧠 Aðferðir til að styðja við tilfinningastjórnun og sjálfstraust
🤝 Hvernig draga má úr krefjandi hegðun og setja skýr mörk
📋 Mikilvægi kerfis og sjónrænna áminninga – minna óþarfa tuð
💬 Leiðir til að efla samskipti og traust milli heimilis og skóla
💛 Það sem virkar fyrir börn og unglinga með ADHD – virkar fyrir flest alla. Við hvetjum því öll sem vilja skilja og styðja til að mæta.
 
Fyrirlesari er Jóna Kristín Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri fræðslumála hjá ADHD-samtökunum og grunnskólakennari
 
ADHD Norðurland í samstarfi við ADHD samtökin bjóða ykkur velkomin
Frítt inn 
Fræðslufundur fyrir aðstandendur barna og unglinga
Fimmtudagur 20. nóvember kl. 20 í Hlíðarskóla

Facebook viðburður