Leikskólinn og ADHD

Dagssettning Tími Staðsetning
9. mars kl. 10:00 - 14:00 Zoom

Fjarnámskeið sem er ætlað leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla sem vinna með börnum þar sem grunur leikur á ADHD eða greining liggur fyrir. Starfsfólk Frístundar í grunnskólum er einnig hvatt til að nýta sér þetta námskeið því námskrá leikskóla, þar sem áhersla er á nám í gegnum leikinn, er mjög líkt ákjósanlegu fyrirkomulagi Frístunda.

Námskeið þetta gefur þátttakendum tækifæri á að efla þekkingu sína á ADHD og þeim eiginleikum og áskorunum sem því getur fylgt. Farið verður m.a. yfir skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu og kenndar verða aðferðir sem geta dregið úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans. Samskipti, samvinna og samræmd vinnubrögð sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum. Farið verður yfir leiðir til að eiga farsæl samskipti milli heimilis og skóla. Þess ber að geta að það sem virkar fyrir nemendur með ADHD virkar í flestum tilfellum fyrir aðra og því er fólk hvatt til að sækja sér þetta námskeið.

Fyrirlesari: Katrín Ruth Þorgeirsdóttir, Ráðgjafarþroskaþjálfi og Hegðunarráðgjafi.