Til baka
Að læra heima án þess að gubba
Að læra heima án þess að gubba

Að læra heima án þess að gubba

Vörunr. 1008
Verðmeð VSK
2.000 kr.

Lýsing

Ef heimanámið fyllir þig öryggisleysi eða leiða er þessi bók fyrir þig. Höfundurinn veit fullvel hve heimanám getur verið ömurlegt.
Og hann veit líka hvernig þú getur unnið heimaverkefnin án þess að gubba. Um leið og þú skemmtir þér yfir bröndurum og skemmtilegum teikningum muntu læra mikilvægan sannleika um heimanámið, eins og: Þótt það geti verið ágætt að taka æðiskast á meðan á því stendur, mun það ekki auðvelda þér heimanámið. Hundar éta ekki heimavinnuna, allra síst náttúrufræðiverkefni.

Þú munt líka tileinka þér mikilvæga námstækni, eins og:
– að gera áætlun um heimanámið
– hvernig þú getur fengið hjálp við heimanámið
– hvernig á að forðast að fá sjónvarps-heimavinnu-háls.

Þú skalt því ekki forðast þessa bók (þetta er ekki heimanámið!)
Lestu hana. Prófaðu hugmyndirnar í henni. Þær virka í raun og veru!

Höfundur: Trevor Romain
Íslensk Þýðing: Steingrímur Steinþórsson 
Útgefandi: Skrudda 2013