Greinar um ADHD

Ég skil þig ekki!

Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna.

„Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram. „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“

LESA GREIN

Grein birt: Visir.is 15. október 2019


 

ADHD og eldra fólk

Sólveig Ásgrímsdóttir skrifar  

Er ADHD ekki bara til hjá börnum og ungu fólki?
Er ekki þetta eitthvað sem eldist af fólki?
Skiptir ADHD greining einhverju máli þegar fólk er hætt að vinna?

Þótt mikið hafi verið fjallað um ADHD hjá börnum unglingum og ungu fólki hefur lítið farið fyrir umræðu um ADHD og eldri borgara. En ADHD batnar ekki þegar komið er á efri ár. Til er hollensk rannsókn sem sýndi að 2,8% fólks á sextugsaldri eða eldra var með ADHD. Einkennin minnka með aldrinum en þau breytast líka ekki síst hætta sum þeirra að vera eins íþyngjandi og þau voru áður. Hvort það er vegna þess að þau hafa dofnað eða vegna þess að sá eða sú sem í hlut á hættir að láta á þau reyna. Til dæmis með því að hætta að gera það sem krefst viðvarandi athygli t.d. að lesa bók. LESA MEIRA

Grein birt: Vísir 9. október 2019


 

Mamma, ertu að dópa mig?

Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 
 

Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna. LESA MEIRA

Grein birt: Vísir.is 24. maí 2019


Þjónusta og greining á börnum með ADHD

 
Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir skrifa 
 
Þegar þetta er ritað bíða um 330 börn eftir þjónustu hjá Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS). Allt börn (og um leið fjölskyldur þeirra) með verulegan vanda sem birtist á heimilinu, í skólanum eða hvoru tveggja. Mörg bíða eftir ADHD greiningu og meðferð í framhaldinu. Ógreint og ómeðhöndlað ADHD bitnar ekki aðeins á barninu heldur allri fjölskyldu þess sem og öðrum sem koma að daglegri umönnun þess. LESA MEIRA.
Grein birt: Vísir 8. maí 2019 

 

Þar sem eldar loga – mikilvægi samvinnu fyrir börn með ADHD

Jóna Kristín Gunnarsdóttir, grunnskólakennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

Lítið dugar víst að sprauta vatni yfir eldhúsið þegar kviknar í stofunni. Á endanum mun sennilega eitthvað af vatninu skila sér inn í stofu en of seint og ólíklegt að það komi að nokkru gagni. LESA MEIRA
Grein birt: Visir.is 18. mars 2019


 ADHD lyf og akstur - engin hætta!

Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna.
Vegna umræðna sem spunnist hafa út frá innleggi í lokuðum Facebook spjallhópi fullorðinna einstaklinga með ADHD og rötuðu jafnframt á fréttavef DV 6. mars síðast liðinn er nauðsynlegt að árétta nokkur atriði er varða ADHD lyf og hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki. LESA MEIRA
Grein birt: 
DV.is 14. febrúar 2019 


Ráð til að takast á við frestunaráráttu fyrir einstaklinga með ADHD

Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarmaður í ADHD samtökunum.
Börn og fullorðnir með ADHD eiga oft í miklum erfiðleikum með að daglegt skipulag og tímastjórnun.Ástæðan er ekki leti. Stýrifærni heila þeirra sem eru með ADHD er ólík öðrum. Í stuttu máli má segja að þær stöðvar heilans sem vinna með að samhæfa starfsemi í heilanum sem hefur með lang- og skammtímaminni og hefur með vinnsluminnið að gera ná ekki góðri samhæfingu! Illa getur gengið að raða atburðum upp í rétta röð og sjá það fyrir sér í tímalínu eða atburðaröð sem virkar. LESA MEIRA
Grein birt: Hun.is 21. febrúar 2019.


 

 Hvers vegna er mikilvægt að greina ADHD?

Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna.
ADHD er meðfædd röskun, ekki sjúkdómur og henni geta fylgt mjög alvarlegir fylgikvillar. Þessir fylgikvillar gera mjög fljótt vart við sig. Barn með ADHD getur verið komið með alvarlegan samskiptavanda og skerta sjálfsmynd við 7 eða 8 ára aldur. Þau líða oft undan kvíða sem þau geta ekki talað um. Komið hefur í ljós í rannsóknum og í starfi með ADHD börnum að mjög oft líklega oftast er undirrót mótþróa og reiðikasta kvíði, sem barnið getur ekki tjáð og sem er oft brugðist við með neikvæðni eða refsingum. LESA MEIRA
Grein birt: Visir.is 23. janúar 2019.


Fjölmiðlaólæsi Lyfjastofnunar

Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna
Þann 15. janúar birtir Lyfjastofnun á heimasíðu sinn „svar vegna viðtals Mannlífs frá 4. janúar við“ undirritaðann. Í þeim skrifum gætir nokkurs misskilnings, meðal annars að mín viðbrögð hafi eingöngu verið vegna greinar Mímis Arnórssonar lyfjafræðings, sem birt var á vef stofnunarinnar 11. desember síðastliðinn. Af einhverjum ástæðum minnist Lyfjastofnun ekki á að sama dag birtir MBL viðtal við fyrrnefndan Mími Arnórsson, þar sem kveður við öllu herskárri tón en finna má í sjálfri grein Mímis á vef Lyfjastofnunar. Við þau ummæli hef ég ýmislegt að athuga. LESA MEIRA

Grein birt: Mannlíf, 17. janúar 2019.


  

ADHD er snilld!

Hákon Helgi Leifsson, snillingur í stjórn ADHD samtakanna.
Við erum öll svo vön því að heyra það neikvæða um ADHD. Fréttir litaðar um meinsemdir svífa inn í vit hins almenna borgara og hefur áhrif til hins verra. En hvað um hið góða, fallega, fyndna og hið ótrúlega skemmtilega sem alltaf er áberandi í hug okkar, gjörðum og hjörtum? LESA MEIRA
Grein birt: Frétttablaðið 8. nóvember 2018.

 


 „Það væri gott að hafa sérfræðingana hjá sér“

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar Sigrúnar Harðardóttur og Ingibjargar Karlsdóttur sýna fram á að mikilvægi faglegrar þjónustu við nemendur og kennara í grunnskólum með því að fjölga faglærðu fólki innan skólanna. LESA MEIRA
Grein birt: Vísir 26.04.2018


Nýtt lyf við ADHD laust við aukaverkanir

Nýtt lyf við athyglisbresti með ofvirkni, sem byggist á uppgötvun íslensks læknis, er nú í þróun og eru vonir bundnar við að það komi á markað á næstu árum. Lyfið hefur ekki mælanlegar aukaverkanir og ekkert bendir til þess að það gæti verið fíknivaldandi. LESA MEIRA
Grein birt: RÚV 24.01.2018


      

Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

Nýtt lyf við at­hygl­is­bresti með of­virkni (ADHD) í börn­um hef­ur gefið góða raun. Niðurstaða úr klín­ískri rann­sókn á lyf­inu var að koma út í Nature Comm­unicati­ons en hún bygg­ist á upp­finn­ingu sem Há­kon Há­kon­ar­son lækn­ir og for­stöðumaður erfðarann­sókna­stöðvar barna­spítal­ans við há­skóla­sjúkra­húsið í Fíla­delfíu í Banda­ríkj­un­um birti ásamt fleir­um í Nature Genetics árið 2011. LESA MEIRA
Grein birt: Mbl.is 18.01.2018


Ekki leyfa börnum að flýja óttann

„Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreit­inu og upp­götva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ seg­ir Urður Njarðvík, dós­ent við sál­fræðideild Há­skóla Íslands (HÍ) sem hélt í dag er­indi um sam­spil kvíða og hegðun­ar­vanda barna und­ir yf­ir­skrift­inni Er þetta ekki bara frekja? í hátíðarsal HÍ. Í sam­tali við mbl.is seg­ir hún fyrstu viðbrögð for­eldra oft vera þau að forða barn­inu úr aðstæðum sem valdi þeim van­líðan. „Það er ekki gott því það styrk­ir þessi ein­kenni.“ LESA MEIRA
Grein birt: Mbl.is 18.01.2018