Ekki leyfa börnum að flýja óttann

Mbl.is 18.01.2018

 

„Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreit­inu og upp­götva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ seg­ir Urður Njarðvík, dós­ent við sál­fræðideild Há­skóla Íslands (HÍ) sem hélt í dag er­indi um sam­spil kvíða og hegðun­ar­vanda barna und­ir yf­ir­skrift­inni Er þetta ekki bara frekja? í hátíðarsal HÍ. Í sam­tali við mbl.is seg­ir hún fyrstu viðbrögð for­eldra oft vera þau að forða barn­inu úr aðstæðum sem valdi þeim van­líðan. „Það er ekki gott því það styrk­ir þessi ein­kenni.“

Hægt er að horfa á er­indið í heild á mynd­skeiði hér að neðan.

Að sögn Urðar geta kvíðaein­kenni hjá börn­um verið ólík ein­kenn­um full­orðinna vegna þess að börn hafa tak­markaðri getu til að tjá til­finn­ing­ar sín­ar. „Ein­kenn­in geta því brot­ist út með öðrum hætti svo sem með pirr­ingi, skapsveifl­um, árás­argirni og ójafn­vægi. Allt þetta get­ur því verið merki um van­líðan. En svona hegðun er hins veg­ar mjög auðvelt að mistúlka sem mótþróa og skort á sam­starfs­vilja.“

Geta ung sýnt fælniviðbrögð
Spurð hversu ung börn séu að grein­ast með kvíða seg­ir Urður að börn niður í fjög­urra ára geti sýnt fælniviðbrögð við áreiti. Þau geti til dæm­is verið mjög hrædd við vatn eða ákveðna dýra­teg­und. Al­geng­ast sé þó að þau séu greind með kvíða við 7-9 ára ald­ur.

„Kvíði og ótti er eðli­leg­ur hluti af lífi okk­ar,“ bend­ir Urður á. „Við finn­um öll fyr­ir þessu. En við för­um að líta á þetta sem vanda­mál þegar kvíðinn er með þeim hætti að barnið ræður ekki við aðstæður sem jafn­aldr­ar þess ráða vel við. Barnið sýn­ir þá ótta í aðstæðum sem það ætti að geta ráðið við miðað við ald­ur og þroska. Það er svo aft­ur farið að valda höml­um í dag­legu lífi, trufla barnið og koma í veg fyr­ir að það geti tekið þátt í hlut­um sem það vill taka þátt í. Þetta get­ur farið að hamla náms­ár­angri, fé­lags­legri virkni og öðru slíku.“

Urður bend­ir á að eins og með margt annað sé mik­il­vægt að greina kvíðann sem fyrst. „Því fyrr sem hann er greind­ur því auðveld­ara verður að breyta hegðun­inni áður en hún nær að fest­ast í sessi.“

Hún bend­ir enn­frem­ur á að þung­lyndi sé al­geng­ur fylgi­kvilli kvíða. „Sá sem glím­ir lengi við kvíða er lík­leg­ur til að þróa með sér þung­lyndis­ein­kenni sem er af­leiðing af því að lifa með svona höml­um sem geta fylgt kvíðanum.“

Börn eru að sögn Urðar sér­stak­lega viðkvæm því að þeirra per­sónu­leiki og sjálfs­mynd er í mót­un. „Kvíði get­ur haft áhrif á það og komið í veg fyr­ir að barnið kynn­ist eig­in styrk. Þess vegna er gott að greina þetta sem fyrst.“

Í er­indi sínu fjallaði Urður einnig um hvernig for­eldr­ar og aðrir aðstand­end­ur barna geta tekið á kvíðavanda sem upp kem­ur. „Til­hneig­ing okk­ar er alltaf að vernda barnið fyr­ir van­líðan,“ seg­ir hún. „Fólk er oft fljótt að fara að passa upp á að barnið þurfi ekki að mæta því sem veld­ur streit­unni. Það er ekki gott því það styrk­ir þessi ein­kenni.“ Hún seg­ir að bregðast þurfi við með öðrum hætti. „Aðal­atriðið er að barnið fái hvatn­ingu og meiri at­hygli á það sem vel er gert og minni at­hygli á þenn­an ótta. Helst á ekki að leyfa þeim að flýja und­an hon­um.“

Slíkt þarf þó að gera með ró­leg­um og yf­ir­veguðum hætti. „Kvíði er ákveðið örvun­ar­ástand og til eru leiðir til að hjálpa barn­inu að róa sig niður. Þau hugsa ekki skýrt þegar þau eru í æs­ings­ástandi.“ Hún seg­ir mik­il­vægt að brjóta leiðina að því sem ótt­ast er niður í skref svo barnið fái meiri yf­ir­sýn og hafi til­finn­ingu fyr­ir fram­vindu sinni. „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreit­inu og upp­götva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt.“

Sjái að ekk­ert hræðilegt er á ferð
Hún tek­ur ein­falt dæmi: „Ef þú ert með ungt barn sem verður rosa­lega hrætt þegar þú ert að ryk­suga þá er ein­falt að falla í þá gryfju að ryk­suga bara þegar barnið er ekki heima svo að það þurfi aldrei að sjá eða heyra í ryk­sugu. En þú get­ur haft ryk­sug­una úti á gólfi og leyft barn­inu að pota í hana og skoða og kveikt svo á henni annað slagið svo barnið venj­ist henni og sjái að ekk­ert hræðilegt er á ferð.“

Urður seg­ir að ef kvíðinn sé orðinn mjög al­var­leg­ur þurfi að leita hjálp­ar sér­fræðinga. „Það er hægt að leita til sál­fræðinga bæði í skóla­kerf­inu og hjá heilsu­gæsl­unni,“ bend­ir hún á.

Að sögn Urðar eru ein­kenni kvíða hjá börn­um oft mistúlkuð sem hegðun­ar­vandi. „Til að greina á milli þarf að skoða ákveðin mynstur í hegðun­inni. Þá þarf meðal ann­ars að skoða hvort að barnið sýni merki um van­líðan þegar það þarf að gera eitt­hvað nýtt eða í óvænt­um aðstæðum. Það bend­ir til að um kvíða sé að ræða.“

Börn­um með ADHD hætt­ara við kvíða
Börn með hegðunarrask­an­ir, sér­stak­lega ADHD, eru hins veg­ar í miklu meiri áhættu en önn­ur börn á því að fá kvíða. Það sýna bæði inn­lend­ar og er­lend­ar rann­sókn­ir. „Það er mik­il­vægt að átta sig á því að þegar börn glíma við hegðun­ar­vanda þá fylg­ir því mjög mik­il streita og álag sem skap­ar gjarn­an kvíðaein­kenni. Með þessu þarf að fylgj­ast.“

Urður seg­ir ár­ang­ur af kvíðameðferðum góðan, sér­stak­lega ef vand­inn upp­götv­ast snemma. „Börn geta sýnt kvíðaein­kenni á ákveðnum tíma­bil­um, til dæm­is þegar eitt­hvað kem­ur uppá. Þá er gott fyr­ir for­eldra að vita að til eru leiðir til að tak­ast á við það til að koma í veg fyr­ir að vand­inn vaxi.“

Vant­ar far­ald­fræðileg­ar rann­sókn­ir
Ekki er vitað með vissu hversu al­geng­ur kvíði hjá börn­um og ung­ling­um er hér á landi. Enn vant­ar far­alds­fræðileg­ar rann­sókn­ir til að sýna fram á það. Hins veg­ar má finna vís­bend­ing­ar um þróun hans í gegn­um árin í rann­sókn­um sem gerðar eru reglu­lega á líðan ung­menna. Þær benda til að fleiri ung­menni séu kvíðin en áður en óvíst er hvort aukn­ing­in sé vegna meiri og opn­ari umræðu og þar með viður­kenn­ing­ar á sjúk­dómn­um eða vegna þess að fleiri séu kvíðnir nú en áður. „En hvort sem er þá eru þarna vís­bend­ing­ar um út­breiðsluna og það kall­ar á það að við rann­sök­um þetta bet­ur.“

Fyr­ir­lest­ur Urðar var sá fyrsti í nýrri fyr­ir­lestr­aröð sem Há­skóli Íslands hleyp­ir af stokk­un­um í ár og ber heitið Há­skól­inn og sam­fé­lagið. Viðfangs­efni fyr­ir­lestr­araðar­inn­ar verða af ýms­um toga en eiga það sam­eig­in­legt að hafa verið áber­andi í sam­fé­lagsum­ræðunni síðustu miss­eri. Í fyrstu fræðslufundaröðinni verður vel­ferð barna og ung­menna í brenni­depli.