ADHD og náin sambönd - Aflýst

Á námskeiðinu ADHD og náin sambönd munu Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, ADHD markþjálfi og Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi fara yfir efni sem tengist nánum samböndum og ADHD. 

Ýmsum spurningum verður velt upp eins og:
-Hvaða áskoranir mæta pari þegar annar aðilinn er með ADHD en hinn ekki?
-Hvernig er hægt að takast á við þær áskoranir til að eiga farsælt parasamband?

ADHD í nánum samböndum

Fyrra skipti:

  1. Hvað er ADHD?
    1. Stýrifærni heilans.
    1. Boðefnin og hormónin
    1. Fylgiraskanir ADHD
  1. Sjálfsmildi
    1. Fordómar gagnvart ADHD
    1. Samkennd gagnvart sjálfum þér og öðrum.

Seinna skipti:

  1. Samskipti
  2. Hugarfar og lausnaleit
  3. Verkfærakistan

Inni á milli verða gerðar æfingar sem krefjast þátttöku þátttakenda á námskeiðinu, auk þess að tekin verða dæmi úr daglegu lífi

 

Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka vitneskju sína um ADHD og náin sambönd, bæði pör og einstaklingar velkomin.

Námskeiðið fer fram daganna 1. og 8. nóvember, frá 17:30 til 22:00 og fer það fram í húsnæði Gerðubergs. 

Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd
Verið velkomin !