Skema í HR og ADHD samtökin halda námskeið í Tölvuleikjagerð og Minecraft fyrir börn 10 - 14 ára, helgarnar 9.-10. og 16.-17. mars 2024.
Námskeiðið er tvískipt. Annars vegar verður tölvuleikjagerð í Scratch og hins vegar sköpun í Minecraft.
Þátttakendur fá að kynnast Scratch forritunarumhverfinu og læra að skapa, forrita og hanna sína eigin tölvuleiki. Scratch er sérsniðið að byrjendum í forritun en þar er notast við sjónrænt forritunarmál sem byggir á litríkum skipanakubbum. Þátttakendur öðlast grunnþekkingu á forritun, stafrænni hönnun og framkvæmd eigin hugmynda.
Minecraft er vinsæll tölvuleikur þar sem eina takmarkið er eigið hugmyndaflug. Þátttakendur fá að læra grunninn í leiknum, ýmis brögð og brellur og vinna saman við að byggja upp samfélag með öðrum. Þátttakendur spila í sama heimi og geta unnið saman við verkefnavinnu.
Rétt er að taka fram að allir þjálfarar Skemu fara í gegnum ADHD fræðslu hjá samtökunum í þeim tilgangi að mæta betur þörfum þátttakenda.
Námskeiðið verður haldið í HR í aðstöðu Skemu. Kennt verður helgarnar, 9. - 10. mars og 16. - 17. mars á laugardögum og sunnudögum frá kl.10:00-12:30.
Áhersla verður lögð á að læra nýja hluti, hreyfingu, sköpun, teymisvinnu og fjör!
Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd
Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is