1. maí - Taktu daginn frá og vertu sýnileg/ur með okkur

"Við stöndum í erfiðri kjarabaráttu rétt eins og launafólk almennt. 1. maí er okkar dagur eins og annarra, gleymum því ekki. Mikilvægt er að þið öll, fatlað fólk, öryrkjar, fjölskyldur og vinir, komið með í kröfugöngu eða verið með okkur á Lækjartorgi 1. maí," segir Þuriður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.

ADHD samtökin eru eitt aðildarfélaga ÖBÍ. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að taka þátt í kröfugöngunni 1.maí og sýna samstöðu með kröfum öryrkja. Allir eru velkomnir, félagsmenn, jafnt sem fjölskylda og vinir.

Stóra málið er að ná góðum hópi saman, að við verðum vel sýnileg og að okkar rödd heyrist hátt og vel.

Æskilegt er að skrá þátttöku en skráningu má senda á netfangið 1mai@obi.is
Vinsamlegast sendið inn nafn, síma og netfang.

Þegar nær dregur fá þátttakendur, afhenta regnslá, en allir sem taka þátt í göngu og samstöðu á Lækjartorgi fá regnslá til að vera í þennan dag, þannig verðum við enn meira áberandi.

Og það er það sem málið snýst um núna!

Verum stolt og verum sýnileg 1. maí.

Tökum pláss í samfélaginu! SJÁUMST

Skráning í kröfugöngu 1. maí 2018

Hvatning formanns ÖBÍ

Senda póst til ADHD samtakanna