Börn geta ekki beðið – krefjumst tafar­lausra að­gerða!

ADHD samtökin, Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð, Þroskahjálp og Umhyggja félag langveikra barna lýsa yfir djúpstæðum áhyggjum af óviðunandi stöðu barna sem bíða greiningar.Þau vara við því að biðlistar eftir greiningu séu orðnir svo langir að heilsu og velferð barna sé beinlínis stefnt í hættu. Þessi staða er óásættanleg og brýnt að stjórnvöld bregðist tafarlaust við. Sameiginleg grein samtakanna um stöðuna birtist á visir.is

Fræðsla í Eyjum

ADHD og ég sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og fræðslufundur fyrir aðstandendur barna og unglinga í samvinnu við ADHD Eyjar.

For You With You ADHD - nýtt smáforrit

Ertu með ADHD? Þá er þetta smáforrit tilvalið fyrir þig.

Eyjar Minna tuð - meiri tenging!

Fræðslufundur í Eyjum mánudaginn 13. október kl.20

Taktu stjórnina hefst 22. október

Taktu stjórnina námskeiðið hefst 22. október. Námskeiðið stendur í 9 klukkustundir - þrjú skipti, 3 klukkustundir í senn frá kl. 17:00 - 20:00 á miðvikudögum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!

Uppselt í sal en skráning í streymi í fullum gangi!

Við erum í skýjunum með skráninguna á málþingið og nú er uppselt í sal en skráning í streymi er í fullum gangi.

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður um ADHD

Spennandi viðburðir í vitundarmánuðinum þar sem fókusinn er settur á krefjandi hegðun barna með ADHD

Endurskinsmerki ADHD samtakanna - Athylgi - Já takk!

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Í tilefni af mánuðnum munu ADHD samtökin vekja athygli á málefnum fólks með ADHD, en gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Venju samkvæmt eru endurskinsmerki ADHD samtakanna, teiknuð af Hugleiki Dagssyni seld í fjáröflunarskini fyrir samtökin í októbermánuði ár hvert og er þetta ein helsta fjáröflun samtakanna. Endurskinsmerkin eru seld víða um land, bæði í heimahúsum, á torgum og við fjölda sölustaða Bónus og í vefverslun ADHD samtakanna. Endurskinsmerki kostar kr. 1.500,- og rennur allur ágóði af sölunni til ADHD samtakanna. Nú er því rétti tíminn til að næla sér í endurskinsmerki fyrir fjölskylduna, enda skammdegið að skella á. Athygli - já takk!

Lokun vegna starfsmannaferðar

Ert þú eða maki þinn með ADHD?

Fræðslufundur um sambönd og ADHD miðvikudag 10. september 2025 kl. 20 í streymi á fb síðunni ADHD í beinni. Streymið er eingöngu aðgengilegt félagsfólki.