Námskeið sem virkar - Kærleikur í kaos

Stuðningur og fræðsla sem þú tekur á þínum tíma. Netnámskeiðið Kærleikur í kaos er raunverulegt úrræði sem styður við foreldra til að bæta samskipti, fjölskyldumynstur og líðan.  Foreldrar, aðstandendur og aðrir sem koma að börnum með ADHD geta nýtt þetta námskeið. 

Skilningur skiptir máli

ADHD samtökin standa fyrir fræðslufundum mánaðarlega þar sem boðið er upp á fræðslu um ýmislegt tengt ADHD ásamt reynslusögum. Fundirnir hafa verið vel sóttir þetta haustið og áhuginn á þeim fer vaxandi. Upptaka af fundinum er aðgengileg í viku til tvær og því auðvelt að taka fræðsluna á eigin hraða, endurtaka eða glósa.

Leiðinleg verkefni taka meiri tíma en skemmtileg verkefni

Þegar margir boltar eru á lofti og álagið eykst þurfum við stundum að stoppa og fækka boltunum til að geta einbeitt okkur að náminu.

Hvort sem þú ert skapandi eða ekki taktu þátt!

Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Öll eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þau telji sig skapandi eða ekki.

Hvað ef við setjum fókusinn á styrkleikana?

Kærleikur í kaos – nýtt rafrænt foreldranámskeið

ADHD samtökin ýta nú úr vör foreldrafærninámskeiðinu Kærleikur í kaos, sem ætlað er foreldrum barna með ADHD. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra opnaði námskeiðið með formlegum hætti og er það nú öllum aðgengilegt á vef ADHD samtakanna.

Rútína og lyfin verða að vinna saman til að ég virki sem best.

Rútína og lyfin verða að vinna saman til að ég virki sem best sagði Óli Stefán þegar hann deildi reynslu sinni með okkur á fundi í gærkvöld. Þar fór hann yfir sitt líf og hvernig hann sér í dag ýmis einkenni ADHD sem höfðu áhrif á hann hvað varðar sjálfsmynd, kvíða og þróun alkólhólisma. Óli Stefán var einlægur og margir tengdu sterkt við hans lífsreynslu og fóru út með góð ráð af fundinum. Upptaka af fundinum er aðgengileg fyrir félagsfólk inni á Facebook í hópnum ADHD í beinni. Ef þú misstir af þessu hvetjum við þig til að gefa þér tíma og hlusta.