Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn

Spjallfundir ADHD samtakanna hefjast nú að nýju eftir sumarhlé. Fyrsti spjallfundur haustsins verður miðvikudaginn 3. september, fyrir foreldra og forráðamenn. Elín Hoe Hinriksdóttir, sérkennari og formaður ADHD leiðir fundinn.

Vill að ungir strákar með ADHD tjái sig í dansi

Guðmundur Elías Knudsen heldur námskeiðið Hreyfismiðjuna fyrir unglingsstráka með ADHD. Fréttablaðið greinir frá í dag og birtir viðtal við Guðmund. Hann byggir námskeiðið á eigin reynslu, en sjálfur er hann lesblindur og með athyglisbrest.

Málþing Sjónarhóls 4. september - Skráning í fullum gangi

"Allt snýst þetta um samskipti! - Um mikilvægi þess að byggja upp félagslega sterka einstaklinga" er yfirskrift málþings Sjónarhóls. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 4. september 2014, klukkan 12:30-16:30 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Þátttökugjald er kr. 4.000,-

Námskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD - Skráning hafin

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið dagana 20. og 27. september 2014 í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13. Skráning er hafin hér á vefnum. Vakin er athygli á að ríflegur afsláttur er veittur skráðum félagsmönnum í ADHD samtökunum.

Reykjavíkurmaraþon - Takk fyrir okkur

Rúmlega fjörutíu þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka ákáðu að hlaupa í þágu ADHD samtakanna og settu af stað áheitasöfnun. ADHD samtökin eru afar þakklát fyrir þennan stuðning og þann hlýhug sem í þessu felst.

Fullbókað á GPS námskeið fyrir drengi - Tekið við skráningum á biðlista

Fullbókað er á GPS-námskeið fyrir drengi. ADHD samtökin bjóða líkt og síðastliðið vor, upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga, 13-16 ára, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Námskeiðið er kynjaskipt, eitt námskeið fyrir drengi og annað fyrir stúlkur. Gert er ráð fyrir 8 þátttakendum á hvert námskeið.

Fullbókað á GPS námskeið fyrir stúlkur - Tekið við skráningu á biðlista

Fullbókað er á GPS-námskeið fyrir stúlkur. ADHD samtökin bjóða líkt og síðastliðið vor, upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga, 13-16 ára, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Námskeiðið er kynjaskipt, eitt námskeið fyrir drengi og annað fyrir stúlkur. Gert er ráð fyrir 8 þátttakendum á hvert námskeið.

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ óskast

Tilnefninga til Hvatningarverðlauna ÖBÍ er nú leitað meðal aðildarfélaga ÖBÍ, annarra aðila sem vinna að málefnum fatlaðra og hjá almenningi. Tilnefningum þarf að skila fyrir 15. september en hægt er að senda þær rafrænt á vef ÖBÍ eða með bréfapósti.

Reykjavíkurmaraþon- 25 hlaupa fyrir ADHD samtökin

Nú hafa 25 einstaklingar safna áheitum fyrir ADHD samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu. Enn er hægt að skrá sig og enn er hægt að heita á hlaupara

Skrifstofan opin

SKrifstofa samtakanna hefur opnað aftur eftir sumarfrí