ADHD Samtökin óska öllum gleðilegra jóla

Lifið með ADHD - Gunnar Helgason

Gunnar Helgason barnabókarithöfund og leikari kom í spjall og sagði okkur frá mömmu sinni, facebook rannsóknum sínum og nýju bókinni sinni sem heitir Alexander Daníel Hermann Dawidsson (ADHD): Bannað að eyðileggja sem kom út núna fyrir jólin og fjallar um Alexander Daníel Hermann Dawidsson sem er með ADHD en það er allt í lagi - nema þegar lífið tekur upp á því að fara á hvolf. Bannað að eyðileggja er spennandi saga um Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og kennarann sem ætti ekki að fá að vinna með börnum.

Ný og fjölbreytt námskeið ADHD samtakanna – stóraukið framboð!

Skráning er hafin á vornámskeið ADHD samtkanna. Ný og fjölbreytt námskeið – stóraukið framboð! Áfram verða á dagskránni okkar sívinsælu námskeið eins og Áfram stelpur, TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD, foreldranámskeiðin og Taktu stjórnina en nú bætast einnig við ný og spennandi sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og ungmenni, Súper krakkar og Súper stelpur og fjarnámskeiðið Áfram veginn, fyrir fullorðið fólk með ADHD. Fram að áramótum njóta félagsmenn ADHD samtakanna forgangs að skráningu og sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður á flest námskeiðin - fyrstur kemur fyrstur fær. Nánar má fræðast um námskeiðin á heimasíðunni ADHD samtakanna.