12.04.2016
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld miðvikudaginn 13. apríl kl. 20:30 fyrir foreldra og forráðamenn barna og ungmenna með ADHD að Háaleitisbraut 13. Elín Hrefna Garðarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson leiða fundinn en yfirskrift hans er ADHD og lyf. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
06.04.2016
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld miðvikudaginn 6. apríl kl. 20:30 fyrir fulloðna með ADHD að Háaleitisbraut 13. Elín Hrefna Garðarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson leiða fundinn en yfirskrift hans er ADHD og lyf. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
01.04.2016
Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að verða við tilmælum velferðarráðuneytisins og munu breyta framkvæmd við útreikninga á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði þegar lyfsali veitir afslátt af lyfjum. Útreikningurinn mun nú miðast við greiðsluþátttökuverð samkvæmt lyfjaverðskrá, án tillits til afsláttar sem lyfsali veitir. Umboðsmaður Alþingis sagði í áliti sínu 22. desember 2015 að ekki yrði séð að nein lagastoð væri fyrir framkvæmdinni, Sjúkratryggingum Íslands væri ekki heimilt að breyta greiðsluþátttökuverði, sem lyfjagreiðslunefnd hefði ákveðið, þegar lyfsali veitir afslátt af hlut sjúkratryggðs í smásöluverði. Nú rúmum þremur mánuðum eftir álit Umboðsmanns er framkvæmdinni loks breytt en málið hefur verið rekið allt frá því í mars 2014.