Alvarleg brot á réttindum starfsfólks með ADHD – svara krafist

ADHD samtökin fta hafa sent ISAVIA, Samgöngustofu, Icelandair, Fly Play, Heilsuvernd og Fluglæknasetrinu formlegt erindi þar sem óskað er eftir skýrum svörum við nokkrum spurningum er varða starfshætti þessara rekstraraðila þegar kemur að ráðningum og eftirliti með heilsufari starfsfólks tengt flugi, ekki síst með tilliti til ADHD og mögulegrar lyfjanotkunar vegna þess. Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunnar á undanförnum mánuðum um innleiðingu skimana flugáhafna hér á landi m.a. vegna svokallaðra „geðvirkra efna“ og reynslu starfsfólks íslenskra flugfélaga af framkvæmd umræddra skimana telja ADHD samtökin ljóst að með margvíslegum hætti sé nú brotið gegn ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi, ekki síst fólki með ADHD. Með tilvísun í 75. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um atvinnufrelsi telja ADHD samtökin því áríðandi að upplýst verði án tafar um þær vinnureglur og/eða leiðbeiningar sem unnið er eftir hjá þessum rekstraraðilum og að skýrt komi fram á hvaða lagaforsendum, reglugerðum eða öðrum réttarheimildum þeir byggi starfshætti sína. ADHD samtökin fta. munu fylgja erindunum eftir, upplýsa um framgang þeirra og leita allra nauðsynlegra leiða til að tryggja réttindi fólks með ADHD til jafns við aðra. ADHD samtökin fta. hvetja jafnframt til sjálfstæðrar skoðunar löggjafans, umboðsmanns Alþingis, viðeigandi ráðuneyta og stéttarfélaga á málefninu, enda varðar það grundvallarréttindi borgaranna.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna og unglinga

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna og unglinga Á þessum tveimur námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað ADHD er og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi ungmenna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur ungmenna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt. Fyrra námskeiðið er ættlað aðstandendum barna á aldrinum 6-12 ára en það seinna er ættlað aðstandednum unglinga á aldrinum 13-18 ára. Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna á aldrinum 6 - 12 ára Námskeið er haldið laugardaginn 3. febrúar frá kl. 09:00-16:00 í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og í lokuðu streymi. Boðið er uppá veitingar í hádeginu, ásamt kaffi og með því. Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér. Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur unglina á aldrinum 13 - 18 ára Námskeið er haldið laugardaginn 10. febrúar frá kl. 09:00-16:00 í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og í lokuðu streymi. Boðið er uppá veitingar í hádeginu, ásamt kaffi og með því. Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

Taktu stjórnina og áfram stelpur - Fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD