Starfshópur um meðferð og þjónustu við börn með ADHD

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir umgjörð varðandi þjónustu, meðferð og stuðning við börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Hópnum er ætlað að gera yfirlit yfir greiningar á ADHD meðal barna á fyrsta þjónustustigi og yfirfara þjónustuferli við börn með þessar greiningar á fysta öðru og þriðja þjónustustigi. Einnig að kanna flæði og samvinnu kerfa og þjónustustiga og bið eftir þjónustu á hverju stigi, greina veikleika og helstu hindranir og leggja mat á hvaða aðgerðir gætu helst stuðlað að úrbótum. Þá á hópurinn að greina kostnað við núverandi þjónustu, leggja mat á hvernig núverandi þjónusta mætir þörfum barna með ADHD og áætla þörf fyrir þjónustu á næstu árum, ásamt því að setja fram tillögur um aðgerðir ásamt kostnaðargreiningu.

Spjallfundur í kvöld - Síðasti spjallfundur fyrir sumarleyfi

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld - miðvikudaginn 18. maí. Fundurinn í kvöld er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna og ungmenna með ADHD. Hann verður í fundarsal, Háaleitisibraut 13 og hefst klukkan 20:30. Drífa Björk Guðmundsdóttir leiðir fundinn en yfirskrift hans er Sumarfrí. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Spjallfundur fyrir fullorðna á morgun - miðvikudag

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund annað kvöld - miðvikudaginn 11. maí. Fundurinn er ætlaður fullorðnum með ADHD. Hann verður í fundarsal, Háaleitisibraut 13 og hefst klukkan 20:30. Ásta Sóley Sigurðardóttir leiðir fundinn en yfirskrift hans er Félagsleg samskipti.