15.05.2025
Ertu listamaður með ADHD? Viltu láta gott af þér leiða?
12.05.2025
Fjölbreytt námskeið fyrir öll sem eru með ADHD og/eða vilja fræðast um ADHD.
09.05.2025
Kvíðir þú fyrir sumrinu? ADHD og sumarfrí eru ekki alltaf skemmtileg blanda og krefst undirbúnings. Síðasti fræðslufundur samtakanna á vorönn er um ADHD og sumarfrí.
30.04.2025
Félagsleg samskipti fullorðinna með ADHD 30. apríl kl. 20
29.04.2025
Nýverið birti Elsevier, eitt af virtustu tímaritum heims í klínískri sálfræði, rannsókn eftir Urði Njarðvík ofl., Psychiatric comorbidity in children and adolescents with ADHD: „A systematic review and meta-analysis.“
Að sögn Urðar er þetta fyrsta allsherjargreining á tíðni geðraskana meðal barna og unglinga með ADHD: „Á bak við tölurnar eru tæplega 40 þúsund börn úr öllum heimsálfum. Niðurstöðurnar eru sláandi og sýna kristaltært að tíðni geðraskana er margfalt hærri meðal barna með ADHD en í almennu þýði.“
18.03.2025
Fræðslufundir ADHD samtakanna eru í beinu streymi fyrir félagsfólk á Facebook síðunni ADHD í beinni. Upptaka er svo aðgengileg í a.m.k. viku á eftir.
17.03.2025
Nú standa margir nemendur frami fyrri því að velja sér háskóla til að leggja stund á frekara nám við. ADHD samtökin hafa því á síðustu misserum aflað upplýsinga stöðu skólanna er varðar þjónustu við námsmenn með ADHD. Samtökin fengu til sín sálfræðinemann, Silju Karen Sveinsdóttur frá Háskólanum í Reykjavík í starfsnám á haustönn 2024 og var henni falið að afla upplýsinga frá stærstu háskólum landsins.
Markmið verkefnisins var að safna upplýsingum um hvaða stuðningur og úrræði eru í boði í háskólum hérlendis, hvað hefur reynst nemendum vel, hvernig bæta má þjónustu og mæta þörfum nemenda með ADHD og um leið styðja þá í námi. Í því skyni var spurningalisti sendur á hvern og einn skóla, ásamt því að vera fylgt eftir með samtali ef eitthvað var óskýrt. Að auki var útbúin könnun fyrir háskólanema.
10.03.2025
Aðalfundur ADHD samtakanna fór fram fimmtudaginn 6. mars 2025 í húsakynnum félagsins að Háaleitisbraut 13. Á fundinum var kjörið í stjórn samkvæmt lögum samtakanna, ársreikningar vegna 2024 afgreiddir.
10.03.2025
Aðalfundur ADHD samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar í málefnum fólks með ADHD á Íslandi. Þrátt fyrir stöðugt ákall ADHD samtakanna, ítrekaðar skýrslur stjórnvalda um stöðuna og sífellt lengri biðlista eftir greiningum og meðferð, hefur ríkisvaldið lítið sem ekkert brugðist við vandanum. Þörfin á auknu fjármagni til faglegra greininga er og hefur verið æpandi, enda er biðtími barna og fullorðinna með ADHD eftir þjónustu ríkisins nú 2-10 ár – sá lengsti í gervöllu heilbrigðiskerfinu á Íslandi.