ADHD samtökin hafa gefið út nýjan fræðslubækling er nefnist „Stúlkur, konur og ADHD“. Honum er ætlað að varpa ljósi á stöðu stúlkna og kvenna með ADHD og hvernig röskunin hefur áhrif á líf þeirra. Birtingarmyndir ADHD koma fram með öðrum hætti hjá stúlkum og drengjum sem iðulega gerir það að verkum að umhverfið áttar sig ekki á þeim erfiðleikum sem stúlkur og konur glíma við dag hvern. Áhrif ADHD eru margvísleg og snerta mörg svið í þeirra lífi.
Bæklingurinn inniheldur ekki einungis fróðleiksmola um ADHD heldur einnig hagnýt ráð um hvernig best er að vinna með áskoranir daglegs lífs.
Bæklinginn má finna á vefsíðunni undir flipanum fræðsla og kemur út bæði á íslensku og ensku.