Október er alþjóðlegur vitundarmánuður um ADHD

Spennandi viðburðir í vitundarmánuðinum þar sem fókusinn er settur á krefjandi hegðun barna með ADHD

Endurskinsmerki ADHD samtakanna - Athylgi - Já takk!

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Í tilefni af mánuðnum munu ADHD samtökin vekja athygli á málefnum fólks með ADHD, en gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Venju samkvæmt eru endurskinsmerki ADHD samtakanna, teiknuð af Hugleiki Dagssyni seld í fjáröflunarskini fyrir samtökin í októbermánuði ár hvert og er þetta ein helsta fjáröflun samtakanna. Endurskinsmerkin eru seld víða um land, bæði í heimahúsum, á torgum og við fjölda sölustaða Bónus og í vefverslun ADHD samtakanna. Endurskinsmerki kostar kr. 1.500,- og rennur allur ágóði af sölunni til ADHD samtakanna. Nú er því rétti tíminn til að næla sér í endurskinsmerki fyrir fjölskylduna, enda skammdegið að skella á. Athygli - já takk!

Lokun vegna starfsmannaferðar

Ert þú eða maki þinn með ADHD?

Fræðslufundur um sambönd og ADHD miðvikudag 10. september 2025 kl. 20 í streymi á fb síðunni ADHD í beinni. Streymið er eingöngu aðgengilegt félagsfólki.