Október er alþjóðlegur vitundarmánuður um ADHD

Skilningur skiptir máli! 

Í október sem og alla aðra mánuði vekjum við athygli á málefnum tengdum ADHD og í ár setjum við fókusinn á krefjandi hegðun barna með ADHD.

Fátt er mikilvægara fyrir börn með ADHD en stuðningur frá samfélaginu og til þess að hann fáist þarf að sýna skilning.

Krefjandi hegðun kemur ekki af því bara, það er alltaf ástæða fyrir hegðuninni og það er hlutverk okkar sem erum fullorðin að

aðstoða barnið við að kortleggja hegðunina og setja inn æskilega hegðun í stað þeirrar krefjandi.

Október er fullur af spennandi viðburðum hjá samtökunum og hvetjum við alla til að taka þátt og auka vitund um ADHD. 

4. október                 Aðstandendanámskeið

6. október                 Saman í gegnum ADHD - foreldrahittingur

7. október                 Leikskólinn og ADHD, vefnámskeið

8. október                Úrræði og lausnir í skólastarfi, fræðslufundur í streymi fyrir félagsfólk

14. og 16. október    Polski ADHD seminar

22. október              Taktu stjórnina námskeið hefst

22. október              ADHD og klósett tengd vandamál, fræðslufundur í streymi fyrir félagsfólk

31. október               Málþing um krefjandi hegðun barna með ADHD í samtarfi við Sjónarhól ráðgjafarmiðstöð, boðið er uppá streymi í rauntíma