Óbreytt ástand eða besta land í heimi – tækifærið er núna!

Aðalfundur ADHD samtakanna, haldinn 30. mars 2022 fagnar þeim breytingum sem nú er verið að gera á þjónustu við fólk með ADHD. Nýtt ADHD teymi heilsugæslunnar fyrir fullorðna, Geðheilsumiðstöð barna og fyrirheit um aukið fjármagn og bætta þjónustu á landsvísu eru löngu tímabærar aðgerðir af hálfu hins opinbera til að bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í málafloknum á liðnum árum.

Aðalfundur ADHD samtakanna

Minnum á Aðalfund ADHD samtakanna á morgun, miðvikudaginn 30. mars kl. 20:00. Aðalfundurinn fer fram í hátíðarsal ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 11-13, 4. hæð og eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka þátt í aðalfundarstörfum.

Evrópsk könnun á stöðu einstaklinga með taugaþroskaraskanir

Í tilefni að alþjóðlegum kvennadegi hefur verið hrint af stað evrópskri könnun á vegum EFNA (Evrópsk samtök um taugaþroskaraskanir) og er hún studd af ADHD Europe. Könnunin er ætluð öllum kynjum. Þessari könnun er m.a. ætlað að bera kennsl á og varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD og þær áskoranir sem þeir glíma við. Þetta á við bæði um einstaklinga með taugaþroskaraskanir en einnig þá sem sjá um umönnun þeirra. Einkenni kvenna með ADHD birtast á annan hátt en hjá körlum sem gerir það að verkum að oft eru þær vangreindar og fá ekki meðferð við hæfi.

Síðasti séns að skrá sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og fá afslátt af skráningargjaldi.

Fimmtudaginn næstkomandi (10.03.22) er síðasti séns til þess að skrá sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og fá afslátt af skráningargjaldi. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst 2022 og ljóst að Covid19 fær ekki að setja strik í reikninginn að þessu sinni. Áheitasöfnun hlauparanna er í ár líkt og áður gríðarlega mikilvægur líður í fjáröflun samtakanna. ADHD samtökin hafa í gengum tíðina notið góðs af frábærum hópi fólks sem hefur hlaupið undir nafni samtakanna og verið hluti af #TeamADHD og við fögnum hverjum nýjum þátttakanda.

TÍA, fjarnámskeið fyrir þjálfara og frístundarstarfsmenn

TÍA - tómstundir, íþróttir og ADHD, er námskeið fyrir þá sem vinna með börnum með ADHD, hvort sem það er í tómstundum, íþróttum og skólastarfi. Námskeiðið haldið í þriðja sinn daganna 28. apríl og 19. maí og er í fjarfundarformi. Skráningu lýkur á næstu dögum...