Team ADHD - vertu með!

Nú fer skráning, undirbúningur og áheitasöfnun vegna Reykjavíkurmaraþonsins 2020 að fara á fullt. Vonandi verður Team ADHD enn stærra í ár en í fyrra, en allir sem hlaupa 3 km, 5 km, 10 km, 21 km og heilt maraþon geta hlaupið til góðs og stutt þannig við ADHD samtökin. Vertu með í Team ADHD.

Stjórnarkjör og ályktun á Aðalfundi ADHD samtakanna

Kjörið var í stjórn og ályktun samþykkt um brýnustu verkefnin framundan í geðheilbrigðismálum, á aðalfundi ADHD samtakanna 19. maí 2020.

Geðheilbrigðismál í forgang

Í ályktun aðalfundar ADHD samtakanna er aukinni áherslu stjórnvalda geðheilbrigðismál og vitundarvakningu um mikilvægi geðheilbrigðis fagnað og kallað eftir stóraukinni þjónustu á því sviði. Afleiðingar Covid-19 faraldursins gera þau verkefni enn brýnari en ella. Ályktunina má nálgast í heild sinni á meðfylgjandi slóð.

ADHD og sumarfrí - fræðslufundur á Facebook

Síðasti fræðslufundur vorsins - ADHD og sumarfrí í opnu streymi á Facebook í dag, miðvikudaginn 27. maí kl. 19:30. Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og stjórnarkona í ADHD samtökunum fjallar um helstu áskoranir sumarfría tímans og hagnýt ráð sem nýtast fjölskyldum einstaklinga með ADHD.

Betra líf - ADHD markþjálfun - fræðslufundur á Facebook

Taktu stjórnina! ADHD markþjálfun er yfirskrift næsta fræðslufundar ADHD samtakanna á Facebook, miðvikudaginn 13. maí kl. 19:30. Sigrún Jónsdóttir mun þar fjalla um ADHD markþjálfun og hvernig hægt er að taka stjórnina í eigin lífi.

Jón Gnarr og Vilhjálmur Hjálmarsson um Lífið með ADHD

Lífið með ADHD - nýr þáttur kominn í hlaðvarp ADHD samtakanna. Í öðrum þætti eru viðmælendurnir tveir. Annar er stjórnarmaður ADHD samtakanna og leikarinn Vilhjálmur Hjálmarsson. Sá síðari á það sameiginlegt með Vilhjálmi að vera leikari (og með ADHD) en það er fyrrum Borgarstjóri og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gnarr, hann segir einlæglega frá skólagöngu sinni og síðan hvernig hann meðhöndlar sitt ADHD í dag.

Aðalfundur ADHD samtakanna 19. maí

Boðað er til aðalfundar ADHD samtakanna, í kvöld, 19. maí nk. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn að Háaleitisbraut 13, jarð hæð og dagskrá í samræmi við lög samtakanna.

Náin sambönd og ADHD - fræðslufundur á Facebook

Náin sambönd og ADHD - opinn fræðslufundur ADHD samtakanna á Facebook, 6. maí nk. kl. 19:30. Elín H. Hinriksdóttir fjallar um einkenni og þær áskoranir sem algengar eru í nánum samböndum fólks með ADHD.